Ágúst ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar Jón Júlíus Karlsson skrifar 12. september 2013 15:30 Ágúst Jensson mun hætta störfum hjá GR og flytja norður til Akureyrar. Ágúst Jensson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Alls bárust 23 umsóknir um starfið. Ágúst hefur að undanförnu starfað sem yfirvallastjóri golfvalla Golfklúbbs Reykjavíkur, en hefur einnig verið vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar og unnið á Kings og Queens golfvöllunum á Gleneagles í Skotlandi. Ágúst er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur auk þess lokið námi í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi. Ásamt störfum sínum hjá GR hefur Ágúst sinnt þjálfun í yngri flokkum í körfuknattleik með hléum frá árinu 1997. Þá þjálfaði Ágúst meistaraflokk kvenna í körfuknattleik hjá Fjölni síðastliðinn vetur. „Ég er virkilega spenntur fyrir þessu starfi og hlakka mikið til þess að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Það er frábær aðstaða til golfiðkunar á Akureyri og það hefur verið vel staðið að málum þar undanfarin ár þannig að ég er að koma inn í gott og skemmtilegt umhverfi. Svo er mikil tilhlökkun innan fjölskyldunnar að flytja norður og setjast að á nýjum og skemmtilegum stað,“ segir Ágúst á heimasíðu GA. Eiginkona Ágústar er Dagbjört Víglundsdóttir og eiga þau tvær dætur. Dagbjört starfar á fjármálasviði Vífilfells og mun halda því starfi áfram eftir flutning til Akureyrar. Ágúst hefur störf þann 1. nóvember næstkomandi. Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ágúst Jensson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Alls bárust 23 umsóknir um starfið. Ágúst hefur að undanförnu starfað sem yfirvallastjóri golfvalla Golfklúbbs Reykjavíkur, en hefur einnig verið vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar og unnið á Kings og Queens golfvöllunum á Gleneagles í Skotlandi. Ágúst er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur auk þess lokið námi í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi. Ásamt störfum sínum hjá GR hefur Ágúst sinnt þjálfun í yngri flokkum í körfuknattleik með hléum frá árinu 1997. Þá þjálfaði Ágúst meistaraflokk kvenna í körfuknattleik hjá Fjölni síðastliðinn vetur. „Ég er virkilega spenntur fyrir þessu starfi og hlakka mikið til þess að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Það er frábær aðstaða til golfiðkunar á Akureyri og það hefur verið vel staðið að málum þar undanfarin ár þannig að ég er að koma inn í gott og skemmtilegt umhverfi. Svo er mikil tilhlökkun innan fjölskyldunnar að flytja norður og setjast að á nýjum og skemmtilegum stað,“ segir Ágúst á heimasíðu GA. Eiginkona Ágústar er Dagbjört Víglundsdóttir og eiga þau tvær dætur. Dagbjört starfar á fjármálasviði Vífilfells og mun halda því starfi áfram eftir flutning til Akureyrar. Ágúst hefur störf þann 1. nóvember næstkomandi.
Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira