Íslenski boltinn

Stjarnan/Skínandi Íslandsmeistari eftir grannaslag | Myndir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Garðabæjarliðið fagnaði sigrinum og Íslandsmeistaratitlinum vel.
Garðabæjarliðið fagnaði sigrinum og Íslandsmeistaratitlinum vel. Myndir/Eva Björk Ægisdóttir
Sameiginlegt lið Stjörnunnar og Skínanda varð í dag Íslandsmeistari í 2. flokki karla í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á sameiginlegu liði Breiðabliks og Augnabliks.

Bæði lið höfðu 45 stig að loknum sautján leikjum fyrir leik liðanna í Garðabænum í dag. Kópavogsliðið vann 2-0 sigur í fyrri leik liðanna í sumar en Garðbæingar hefndu í dag og lyftu titlinum.

Eva Björk Ægisdóttir var á staðnum og tók þessar skemmtilegu myndir sem sjá má að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×