Woods ósammála dómurum Jón Júlíus Karlsson skrifar 15. september 2013 17:35 Tiger Woods er fjórum höggum á eftir Jm Furyk á BMW Championship mótinu. Mynd/Getty Images Tiger Woods segir að það hafi verið röng ákvörðun hjá dómurum í BMW Championship mótinu að veita sér tvö högg í víti. Woods var dæmdur brotlegur þegar hann færði til laufblöð í kringum bolta sinn á 1. braut á föstudag sem varð til þess að bolti hans færðist örlítið. Woods fékk dæmt á sig tveggja högga víti fyrir að slá bolta sínum af röngum stað. „Ég var mjög reiður því ég taldi ekkert hafa gerst. Að mínu mati þá titraði boltinn aðeins og ekkert meira en það. Dómararnir endursýndu atvikið aftur og aftur en ég var á sömu skoðun,“ sagði Woods við fjölmiðla eftir þriðja hring í gær. Woods lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari og er fjórum höggum á eftir Jim Furyk fyrir lokahringinn. Woods var ekki sá eini sem hefur fengið dæmt á sig klaufalegt víti í mótinu. Eins og sjá má hér að neðan þá fékk Justin Rose dæmt á sig eitt högg í víti fyrir að slá grastorfu í boltann sinn úr æfingasveiflu sem varð til þess að boltinn færðist. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods segir að það hafi verið röng ákvörðun hjá dómurum í BMW Championship mótinu að veita sér tvö högg í víti. Woods var dæmdur brotlegur þegar hann færði til laufblöð í kringum bolta sinn á 1. braut á föstudag sem varð til þess að bolti hans færðist örlítið. Woods fékk dæmt á sig tveggja högga víti fyrir að slá bolta sínum af röngum stað. „Ég var mjög reiður því ég taldi ekkert hafa gerst. Að mínu mati þá titraði boltinn aðeins og ekkert meira en það. Dómararnir endursýndu atvikið aftur og aftur en ég var á sömu skoðun,“ sagði Woods við fjölmiðla eftir þriðja hring í gær. Woods lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari og er fjórum höggum á eftir Jim Furyk fyrir lokahringinn. Woods var ekki sá eini sem hefur fengið dæmt á sig klaufalegt víti í mótinu. Eins og sjá má hér að neðan þá fékk Justin Rose dæmt á sig eitt högg í víti fyrir að slá grastorfu í boltann sinn úr æfingasveiflu sem varð til þess að boltinn færðist.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira