Íslenski boltinn

"Það eru forréttindi að vera hluti af Stjörnuliðinu“

Stjarnan í Garðabæ fagnaði Íslandsmeistaratitli sínum vel og innilega í Garðabæ í dag. Liðið slátraði Blikum 6-0 í lokaumferðinni.

Garðbæingar unnu alla sína deildarleiki í sumar og luku leik með fullt hús stiga. Gleðin var mikil í leikslok þegar Stefán Árni Pálsson ræddi við markadrottninguna Hörpu Þorsteinsdóttur, fyrirliðann Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og þjálfarann Þorlák Má Árnason.

„Það eru forréttindi að vera hluti af þessu liði,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir sem segir það eiga efir að ráðast hvort hún haldi í atvinnumennsku.

Ásgerður Stefanía sagði það mikinn heiður að vera fyrirliði svo glæsilegs liðs. Hún segir það skrýtið að hafa verið búin að tryggja sér titilinn fyrir svo löngu. Erfitt hafi verið að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn eftir að titillinn var í höfn en við hafi tekið ný markmið.

Þjálfarinn Þorlákur Árnason er mjög stoltur af sínum stelpum. Hann segir þó alls óvíst hvort hann verði áfram með Stjörnustelpur. Hann ætli að taka sér tíma til að huga málið.

Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×