María Guðsteinsdóttir, Ármanni, varð stigameistari kvenna á nýju Íslandsmeti 190 kg í -72 kg flokki. Í öðru sæti var Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir úr Gróttu og í þriðja sæti liðsfélagi hennar Sólveig Sigurðardóttir.
Aron Teitsson úr Gróttu vann stigabikar karla með 295,0 kg í -93,0 flokki sem einnig er nýtt íslandsmet. Í öðru sæti var Viktor Samúelsson hjá KFA og í þriðja sæti Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni.
Stigahæsta lið mótsins var Grótta.
