Þrenna hjá Ronaldo - öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2013 18:15 Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld. Mynd/AFP Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. Manchester City gerði út um leikinn með þremur mínútum á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins.Bayern byrjar titilvörnina vel en liðið vann 3-0 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í kvöld. David Alaba skoraði fyrsta markið úr aukaspyrnu strax á 4. mínútu og þeir Mario Mandžukić og Arjen Robben bættu svo mörkum við.Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og Karim Benzema var með tvö mörk þegar Real Madrid vann 6-1 útisigur á Galatasaray en Ronaldo átti þátt í fjórum síðustu mörkum spænska liðsins. Iker Casillas byrjaði í marki Real Madrid en þurfti að fara meiddur af velli strax á 15. mínútu. Hinn ungi Isco skoraði fyrsta markið og hann lagði einnig upp annað mark Ronaldo.Paris Saint-Germain byrjaði vel með 4-1 útisigri á gríska liðinu Olympiakos. Édinson Cavani kom Paris Saint-Germain í 0-1 eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimović en Vladimír Weiss jafnaði fyrir Olympiakos. Thiago Motta reddaði PSG með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Ítalinn skoraði þau bæði eftir stosðendingar frá varamanninum Ezequiel Lavezzi. Motta lagði ennfremur upp lokamarkið fyrir Marquinhos.Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn með FC Kaupmannahöfn og Rúrik Gíslason kom inn á 69. mínútu þegar danska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Juventus í fyrsta leik liðann í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Danska liðið var yfir í 40 mínútur en gat þakkað markmanni sínum Johan Wiland að Juve náði ekki að tryggja sér sigur í leiknum því Carlos Tevez og félagar fengu mörg góð færi í kvöld.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillManchester United - Bayer 04 Leverkusen 4-2 1-0 Wayne Rooney (22.), 1-1 Simon Rolfes (54.), 2-1 Robin van Persie (59.), 3-1 Wayne Rooney (70.), 4-1 Antonio Valencia (79.), 4-2 Ömer Toprak (88.)Real Sociedad - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Alex Teixeira (65.), 0-2 Alex Teixeira (87.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Juventus 1-1 1-0 Nicolai Jørgensen (14.), 1-1 Fabio Quagliarella (54.)Galatasaray - Real Madrid 1-6 0-1 Isco (33.), 0-2 Karim Benzema (54.), 0-3 Cristiano Ronaldo (63.), 0-4 Cristiano Ronaldo (66.), 0-5 Karim Benzema (81.), 1-5 Umut Bulut (84.), 1-6 Cristiano Ronaldo (90.+1).C-riðillBenfica - Anderlecht 2-0 1-0 Filip Djuricic (4.), 2-0 Luisão (30.).Olympiakos - Paris Saint-Germain 1-4 0-1 Édinson Cavani (19.), 1-1 Vladimír Weiss (25.), 1-2 Thiago Motta (68.), 1-3 Thiago Motta (73.), 1-4 Marquinhos (86.)D-riðillBayern München - CSKA Moskva 3-0 1-0 David Alaba (4.), 2-0 Mario Mandžukić (41.), 3-0 Arjen Robben (68.)Viktoria Plzen - Manchester City 0-3 0-1 Edin Džeko (48.), 0-2 Yaya Touré (53.), 0-3 Sergio Agüero (58.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. Manchester City gerði út um leikinn með þremur mínútum á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins.Bayern byrjar titilvörnina vel en liðið vann 3-0 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í kvöld. David Alaba skoraði fyrsta markið úr aukaspyrnu strax á 4. mínútu og þeir Mario Mandžukić og Arjen Robben bættu svo mörkum við.Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og Karim Benzema var með tvö mörk þegar Real Madrid vann 6-1 útisigur á Galatasaray en Ronaldo átti þátt í fjórum síðustu mörkum spænska liðsins. Iker Casillas byrjaði í marki Real Madrid en þurfti að fara meiddur af velli strax á 15. mínútu. Hinn ungi Isco skoraði fyrsta markið og hann lagði einnig upp annað mark Ronaldo.Paris Saint-Germain byrjaði vel með 4-1 útisigri á gríska liðinu Olympiakos. Édinson Cavani kom Paris Saint-Germain í 0-1 eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimović en Vladimír Weiss jafnaði fyrir Olympiakos. Thiago Motta reddaði PSG með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Ítalinn skoraði þau bæði eftir stosðendingar frá varamanninum Ezequiel Lavezzi. Motta lagði ennfremur upp lokamarkið fyrir Marquinhos.Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn með FC Kaupmannahöfn og Rúrik Gíslason kom inn á 69. mínútu þegar danska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Juventus í fyrsta leik liðann í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Danska liðið var yfir í 40 mínútur en gat þakkað markmanni sínum Johan Wiland að Juve náði ekki að tryggja sér sigur í leiknum því Carlos Tevez og félagar fengu mörg góð færi í kvöld.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillManchester United - Bayer 04 Leverkusen 4-2 1-0 Wayne Rooney (22.), 1-1 Simon Rolfes (54.), 2-1 Robin van Persie (59.), 3-1 Wayne Rooney (70.), 4-1 Antonio Valencia (79.), 4-2 Ömer Toprak (88.)Real Sociedad - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Alex Teixeira (65.), 0-2 Alex Teixeira (87.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Juventus 1-1 1-0 Nicolai Jørgensen (14.), 1-1 Fabio Quagliarella (54.)Galatasaray - Real Madrid 1-6 0-1 Isco (33.), 0-2 Karim Benzema (54.), 0-3 Cristiano Ronaldo (63.), 0-4 Cristiano Ronaldo (66.), 0-5 Karim Benzema (81.), 1-5 Umut Bulut (84.), 1-6 Cristiano Ronaldo (90.+1).C-riðillBenfica - Anderlecht 2-0 1-0 Filip Djuricic (4.), 2-0 Luisão (30.).Olympiakos - Paris Saint-Germain 1-4 0-1 Édinson Cavani (19.), 1-1 Vladimír Weiss (25.), 1-2 Thiago Motta (68.), 1-3 Thiago Motta (73.), 1-4 Marquinhos (86.)D-riðillBayern München - CSKA Moskva 3-0 1-0 David Alaba (4.), 2-0 Mario Mandžukić (41.), 3-0 Arjen Robben (68.)Viktoria Plzen - Manchester City 0-3 0-1 Edin Džeko (48.), 0-2 Yaya Touré (53.), 0-3 Sergio Agüero (58.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira