Benitez byrjar vel með Napoli - öll úrslitin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2013 18:30 Mynd/AFP Fyrsta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í dag og þar vakti mesta athygli 2-1 sigur hjá Basel á Chelsea á Stamford Bridge. Lionel Messi skoraði þrennu í 4-0 sigri Barcelona á Ajax og Arsenal sótti tvö stig til Marseille. Schalke og Atletico Madrid unnu bæði góða sigra og AC Milan bjargaði sér undir lokin á móti skoska liðinu Celtic.Rafa Benitez stýrði Napoli til 2-1 sigurs á Borussia Dortmund en þýska liðið fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Roman Weidenfeller, markvörður Dortmund, fékk rautt spjald í lok fyrri hálfleiks og áður hafði þjálfarinn Jurgen Klopp verið rekinn upp í stúku.Lucho González tryggði Porto 1-0 útisigur á FH-bönunum í Austria Vín frá Austurríki. Atletico Madrid vann 3-1 sigur á Zenit í sama riðli. Schalke byrjar vel í Meistaradeildinni í ár en liðið vann 3-0 heimasigur á Steaua Búkarest i kvöld.Argentínumaðurinn Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína í Meistaradeildinni þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri á Ajax. Kolbeinn Sigþórsson átti ágætan leik með Ajax en lét verja frá sér víti í stöðunni 4-0. AC Milan vann 2-0 sigur á Celti í sama riðli en bæði mörkin komu á síðustu tíu mínútunum.Svissneska liðið Basel kom öllum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld og riðlakeppni Meistaradeildarinnar byrjar því ekki vel fyrir lærisveina Jose Mourinho. Basel lenti undir í leiknum en tryggði sér öll stigin með tveimur mörkum með ellefu mínútna millibili í seinni hálfleik.Theo Walcott og Aaron Ramsey tryggðu Arsenal 2-1 útisigur á franska liðinu Marseille í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en þetta var frábær sigur fyrir lærisveina Arsene Wenger.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillSchalke - Steaua Búkarest 3-0 1-0 Atsuto Uchida (67.), 2-0 Kevin-Prince Boateng (78.), 3-0 Julian Draxler (85.) Chelsea - Basel 1-2 1-0 Oscar (45.), 1-1 Mohamed Salah (71.), 1-2 Marco Streller (82.) F-riðillMarseille - Arsenal 1-2 0-1 Theo Walcott (64.), 0-2 Aaron Ramsey (84.), 1-2 Jordan Ayew, víti (90.+3).Napoli - Borussia Dortmund 2-1 1-0 Gonzalo Higuaín (29.), 2-0 Lorenzo Insigne (67.), 2-1 Sjálfsmark (87.) G-riðillAustria Vín - Porto 0-1 0-1 Lucho González (55.)Atletico Madrid - Zenit St. Petersburg 3-1 1-0 Miranda (40.), 1-1 Hulk (58.), 2-1 Arda Turan (64.), 3-1 Léo Baptistão (80.)H-riðillAC Milan - Celtic 2-0 1-0 Cristian Zapata (81.), 2-0 Sulley Muntari (86.) Barcelona - Ajax 4-0 1-0 Lionel Messi (21.), 2-0 Lionel Messi (55.), 0 Gerard Piqué (69.), 4-0 Lionel Messi (75.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Fyrsta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í dag og þar vakti mesta athygli 2-1 sigur hjá Basel á Chelsea á Stamford Bridge. Lionel Messi skoraði þrennu í 4-0 sigri Barcelona á Ajax og Arsenal sótti tvö stig til Marseille. Schalke og Atletico Madrid unnu bæði góða sigra og AC Milan bjargaði sér undir lokin á móti skoska liðinu Celtic.Rafa Benitez stýrði Napoli til 2-1 sigurs á Borussia Dortmund en þýska liðið fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Roman Weidenfeller, markvörður Dortmund, fékk rautt spjald í lok fyrri hálfleiks og áður hafði þjálfarinn Jurgen Klopp verið rekinn upp í stúku.Lucho González tryggði Porto 1-0 útisigur á FH-bönunum í Austria Vín frá Austurríki. Atletico Madrid vann 3-1 sigur á Zenit í sama riðli. Schalke byrjar vel í Meistaradeildinni í ár en liðið vann 3-0 heimasigur á Steaua Búkarest i kvöld.Argentínumaðurinn Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína í Meistaradeildinni þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri á Ajax. Kolbeinn Sigþórsson átti ágætan leik með Ajax en lét verja frá sér víti í stöðunni 4-0. AC Milan vann 2-0 sigur á Celti í sama riðli en bæði mörkin komu á síðustu tíu mínútunum.Svissneska liðið Basel kom öllum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld og riðlakeppni Meistaradeildarinnar byrjar því ekki vel fyrir lærisveina Jose Mourinho. Basel lenti undir í leiknum en tryggði sér öll stigin með tveimur mörkum með ellefu mínútna millibili í seinni hálfleik.Theo Walcott og Aaron Ramsey tryggðu Arsenal 2-1 útisigur á franska liðinu Marseille í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en þetta var frábær sigur fyrir lærisveina Arsene Wenger.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillSchalke - Steaua Búkarest 3-0 1-0 Atsuto Uchida (67.), 2-0 Kevin-Prince Boateng (78.), 3-0 Julian Draxler (85.) Chelsea - Basel 1-2 1-0 Oscar (45.), 1-1 Mohamed Salah (71.), 1-2 Marco Streller (82.) F-riðillMarseille - Arsenal 1-2 0-1 Theo Walcott (64.), 0-2 Aaron Ramsey (84.), 1-2 Jordan Ayew, víti (90.+3).Napoli - Borussia Dortmund 2-1 1-0 Gonzalo Higuaín (29.), 2-0 Lorenzo Insigne (67.), 2-1 Sjálfsmark (87.) G-riðillAustria Vín - Porto 0-1 0-1 Lucho González (55.)Atletico Madrid - Zenit St. Petersburg 3-1 1-0 Miranda (40.), 1-1 Hulk (58.), 2-1 Arda Turan (64.), 3-1 Léo Baptistão (80.)H-riðillAC Milan - Celtic 2-0 1-0 Cristian Zapata (81.), 2-0 Sulley Muntari (86.) Barcelona - Ajax 4-0 1-0 Lionel Messi (21.), 2-0 Lionel Messi (55.), 0 Gerard Piqué (69.), 4-0 Lionel Messi (75.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira