Fótbolti

Shaneka og Vesna áfram í Eyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vesna og Shaneka ásamt Jóni Ólafi Daníelssyni, þjálfara Eyjakvenna.
Vesna og Shaneka ásamt Jóni Ólafi Daníelssyni, þjálfara Eyjakvenna. Mynd/ÍBVsport.is
Shaneka Gordon og Vesna Smiljkovic framlengdu á dögunum samninga sína við ÍBV til eins árs. Þær hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðinu undanfarin ár.

Vesna hefur verið á mála hjá ÍBV undanfarin þrjú tímabil en hún var töluvert frá keppni í sumar vegna meiðsla á öxl. Hin eldfljóta Shaneka kom frá Grindavík fyrir tveimur árum og hefur reynst Eyjamönnum vel.

Spánverjinn Ana Maria Escribano og Nadia Lawrence hafa mikinn áhuga á að spila áfram með liðinu að því er fram kemur á heimasíðu ÍBV. Spænski varnarmaðurinn missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla og Nadia Lawrence var inn og út úr liðinu.

Eyjakonur endurheimta marga sterka leikmenn úr meiðslum á næstu vikum og mánuðum. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Svava Tara Ólafsdóttir eru þeirra á meðal. Þá hefur Sigríður Lára Garðarsdóttir gengist undir aðgerð vegna krossbandaslita og hefur bati hennar verið framar vonum að því er fram kemur á heimasíðu ÍBV.

Leikmenn koma til æfinga þann 1. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×