Rússar taka skip Greenpeace 19. september 2013 21:57 Skip Greenpeace, Arctic Sunrise. Mynd/Greenpeace. Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. Rússar höfðu áður handtekið tvo Grænfriðunga sem klifruðu upp á síðu pallsins. Hafði utanríkisráðuneyti Rússlands sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðum Greenpeace var lýst sem ögrandi og ógnandi, þær gætu haft alvarlegar afleiðingar og stefnt mannslífum í hættu. Greenpeace sagði að strandgæsluliðarnir hefðu sigið úr þyrlu um borð í skip samtakanna, Arctic Sunrise. Þau skilaboð hefðu borist frá skipinu, rétt áður en sambandið rofnaði, að meðlimir samtakanna væru í haldi um borð, þeim hefði verið skipað að vera á hnjánum og vélbyssum væri beint að þeim. Talsmaður Greenpeace sagði svo harkalegar aðgerðir í engu samræmi við friðsamleg mótmæli samtakanna, en þau beinast gegn vaxandi olíuvinnslu á Norðurslóðum. Skoraði hann á Pútín forseta að hemja strandgæsluna og láta hana slíðra vopn sín. Krafðist hann þess að skipið og 29 manna áhöfn þess yrðu þegar í stað látin laus. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. Rússar höfðu áður handtekið tvo Grænfriðunga sem klifruðu upp á síðu pallsins. Hafði utanríkisráðuneyti Rússlands sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðum Greenpeace var lýst sem ögrandi og ógnandi, þær gætu haft alvarlegar afleiðingar og stefnt mannslífum í hættu. Greenpeace sagði að strandgæsluliðarnir hefðu sigið úr þyrlu um borð í skip samtakanna, Arctic Sunrise. Þau skilaboð hefðu borist frá skipinu, rétt áður en sambandið rofnaði, að meðlimir samtakanna væru í haldi um borð, þeim hefði verið skipað að vera á hnjánum og vélbyssum væri beint að þeim. Talsmaður Greenpeace sagði svo harkalegar aðgerðir í engu samræmi við friðsamleg mótmæli samtakanna, en þau beinast gegn vaxandi olíuvinnslu á Norðurslóðum. Skoraði hann á Pútín forseta að hemja strandgæsluna og láta hana slíðra vopn sín. Krafðist hann þess að skipið og 29 manna áhöfn þess yrðu þegar í stað látin laus.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira