Íslenski boltinn

Fylkir og ÍA í dauðafæri | Rokkað í Vesturbænum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eini tapleikur Fylkis í sumar var í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Breiðabliki.
Eini tapleikur Fylkis í sumar var í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Breiðabliki. Mynd/Stefán
Í kvöld kemur í ljós hvaða tvö lið tryggja sér sæti í Pepsi-deild kvenna á næstu leiktíð.

KR tekur á móti ÍA í Vesturbænum. Skagastúlkur unnu öruggan 3-0 sigur í fyrri leiknum uppi á Skaga og því í kjörstöðu fyrir leikinn í kvöld.

ÍA hafnaði í 2. sæti í A-riðli 1. deildar á eftir Fylki sem er taplaust í deildinni. KR hafnaði hins vegar í 1. sæti B-riðils, stigi á undan Grindavík.

Fylkir og Grindavík mætast í Árbænum. Fylkir vann 3-1 sigur í fyrri leiknum í Grindavík og staða þeirra appelsínugulu því afar góð.

Flest bendir því til þess að liðin úr A-riðli fari bæði upp í efstu deild. Báðir leikirnir hefjast klukkan 17.30.

Auglýsing KR fyrir leikinn í Vesturbænum í kvöld.Mynd/KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×