Sport

Lifa sex árum lengur en aðrir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Franskir hjólreiðakappar sem keppa í Frakklandshjólreiðum (e. Tour de France) lifa að meðaltali sex árum lengur en hinn almenni borgari. Þetta er meðal niðurstaðna franskrar rannsóknar.

Rannsóknin náði til 786 hjólreiðakappa sem tóku þátt í keppninni á árunum 1947 til 2012. Einnig kom fram að keppendurnir voru mun ólíklegri til þess að deyja af völdum hjartavandamála.

Niðurstöðurnar hafa vakið nokkra athygli enda hafa aðrar rannsóknir sýnt fram á að ofþjálfun hjólreiðakappa og annarra gæti haft hjartatruflanir í för með sér.

„Við eigum að hvetja fólk til þess að reyna á sig af alvöru. Ef virkileg hætta væri á ferðum við líkamlega áreynslu sem þessa hefðum við tekið eftir því við rannsókn okkar,“ segir Dr. Xavier Jouven við Georges Pompidou spítalann í París í samtali við Reuters.

Miðgildi fjölda skipta sem hjólreiðakapparnir tóku þátt í Frakklandshjólreiðum var 2,5 skipti. Miðgildi aldurs þeirra í fyrsta skipti sem þeir kepptu var 25 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×