Snæfell vann auðveldan sigur á Fjölni í Lengjubikar kvenna í kvöld en leikurinn fór 89-49 fyrir Snæfellinga og vann liðið því 40 stiga sigur.
Staðan var 45-26 í hálfleik og það sama var upp á teningnum í þeim síðari.
Hildur Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Snæfells með 25 stig og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir gerði 18 stig.
Í liði Fjölnis var það Hrund Jóhannsdóttir sem dró vagninn og gerði 16 stig.













