Viðskipti erlent

Harður leikjatölvuslagur í nóvember

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Von er á Xbox One í nóvember.
Von er á Xbox One í nóvember. Mynd/Microsoft
Mikil samkeppni er nú á leiktækjatölvumarkaði. Microsoft undirbýr útgáfu á nýjustu leikatölvu sinni, Xbox One, sem kemur út í nóvember. Forráðamenn Microsoft segja að aldrei hafi fleiri leikjatölvur frá fyrirtækinu selst í forsölu og nú.

Undanfarin ár hafa Sony og Microsoft att hvað harðast kappi á leikjatölvumarkaðnum. Sony framleiðir hina geysi vinsælu Play Station leikjatölvu og kemur fjóra útgáfa þeirra leikjatölvu út þann 4. nóvember næstkomandi. Microsoft ætlar hins vegar að setja hina nýju Xbox One leikjatölvuna í sölu í 13 löndum þann 22. nóvember. Mikil eftirvæting er meðal leikjatölvuunnenda.

Um ein milljón eintök af  Play Station 4 leikjatölvunni hafa selst í forsölu og hafa forráðamenn Microsoft svipaða sögu að segja af Xbox One tölvunni. Líklegt er að Play Station muni ná yfirhöndina í sölu en sú leikjatölva mun kosta um 13 þúsund krónum minna en Xbox One.

Heldur hefur hallað undan fæti í framleiðslu á bæði leikjum og leikjatölvum eftir að efnahagskreppan dundi yfir. Samkeppnin við snjallsíma hefur einnig dregið úr eftirspurn eftir leikjatölvum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×