„Hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 11:12 Sandra María Jessen og félagar eiga langt flug fyrir höndum. Mynd/Auðunn Níelsson „Þetta er bara klárt. Við vitum allt um þetta lið og erum farin að undirbúa okkur fyrir sextán liða úrslitin,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Jóhann Kristinn var að sjálfsögðu að slá á létta strengi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið að loknum drættinum í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið,“ segir Jóhann Kristinn sem fylgdist eðlilega grannt með drættinum. „Ég á erfitt með að meta möguleika okkar. Maður er náttúrulega bara ósáttur við að hafa fengið þetta ferðalag,“ segir Jóhann Kristinn. Hann rifjar upp að Stjarnan hafi lent í basli á ferðalagi sínu til Rússlands í fyrra og hefði kosið styttra ferðalag. Þegar þrjú lið voru eftir í pottinum voru tvö þeirra dönsk og eitt rússneskt. Umrætt lið í nágrenni Moskvu kom upp úr hattinum.Jóhann Kristinn Gunnarsson er að ljúka sínu öðru tímabili sem þjálfari Þórs/KA.Mynd/DaníelStjarnan mætti þessu sama liði í Meistaradeildinni síðastliðið haust en beið lægri hlut í tveimur leikjum 3-1. Jóhann Kristinn sá fyrri leikinn sem fram fór í Garðabæ og lauk með markalausu jafntefli. „Þetta var hörkulið. Ég hugsaði reyndar með mér á þessum leik að Stjarnan hefði getað unnið sigur hefði liðið ekki misst mann af velli,“ segir Jóhann Kristinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik sem minnkaði muni Garðabæjarliðsins til muna. Þór/KA spilaði í Meistaradeild Evrópu haustið 2011. Þá mætti liðið Turbine Potsdam og tapaði samanlagt 14-2. „Þetta er alltaf ævintýri sama hvernig fer,“ segir Jóhann Kristinn. Hann minnir á að nokkrir af ungum leikmönnum liðsins séu að spila leiki númer þrjú og fjögur í Meistaradeild Evrópu sem sé frábært. LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, mætir Lilleström. Dráttinn í heild sinni má sjá hér. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Sjá meira
„Þetta er bara klárt. Við vitum allt um þetta lið og erum farin að undirbúa okkur fyrir sextán liða úrslitin,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Jóhann Kristinn var að sjálfsögðu að slá á létta strengi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið að loknum drættinum í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið,“ segir Jóhann Kristinn sem fylgdist eðlilega grannt með drættinum. „Ég á erfitt með að meta möguleika okkar. Maður er náttúrulega bara ósáttur við að hafa fengið þetta ferðalag,“ segir Jóhann Kristinn. Hann rifjar upp að Stjarnan hafi lent í basli á ferðalagi sínu til Rússlands í fyrra og hefði kosið styttra ferðalag. Þegar þrjú lið voru eftir í pottinum voru tvö þeirra dönsk og eitt rússneskt. Umrætt lið í nágrenni Moskvu kom upp úr hattinum.Jóhann Kristinn Gunnarsson er að ljúka sínu öðru tímabili sem þjálfari Þórs/KA.Mynd/DaníelStjarnan mætti þessu sama liði í Meistaradeildinni síðastliðið haust en beið lægri hlut í tveimur leikjum 3-1. Jóhann Kristinn sá fyrri leikinn sem fram fór í Garðabæ og lauk með markalausu jafntefli. „Þetta var hörkulið. Ég hugsaði reyndar með mér á þessum leik að Stjarnan hefði getað unnið sigur hefði liðið ekki misst mann af velli,“ segir Jóhann Kristinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik sem minnkaði muni Garðabæjarliðsins til muna. Þór/KA spilaði í Meistaradeild Evrópu haustið 2011. Þá mætti liðið Turbine Potsdam og tapaði samanlagt 14-2. „Þetta er alltaf ævintýri sama hvernig fer,“ segir Jóhann Kristinn. Hann minnir á að nokkrir af ungum leikmönnum liðsins séu að spila leiki númer þrjú og fjögur í Meistaradeild Evrópu sem sé frábært. LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, mætir Lilleström. Dráttinn í heild sinni má sjá hér.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti