Birgir Leifur í toppbaráttunni í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2013 11:23 Birgir Leifur Hafþórsson og Stefán Hilmarsson. Mynd/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG og Íslandsmeistari í höggleik í ár, byrjaði vel á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne golfmótinu í Frakklandi sem stendur hún yfir en hann var annar eftir fyrsta hringinn. Birgir Leifur lék fyrstu 18 holurnar á 65 höggum eða á fimm höggum undir pari. Birgir Leifur var einu höggi á eftir Ítalanum Andrea Pavan sem lék fyrsta hringinn á 64 höggum en Norðmaðurinn Joakim Mikkelsen lék á 64 höggum eins og Birgir Leifur. Birgir Leifur lék tólf af átján holunum í gær en kláraði svo hringinn í morgun. Hann fékk tvo fugla á holunum sex í morgun en var með fjóra fugla og einn skolla á fyrstu tólf holunum. Sigurvegarinn á mótinu fær rétt um 4,5 milljónir kr. í sinn hlut en Brigir Leifur var fyrir mótið í 178. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar með 2496 evrur eða rétt rúmlega 400 þúsund íslenskar krónur. Þetta er fjórða mótið á Áskorendamótaröðinni hjá Birgi Leifi á þessu ári. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á einu móti en náði síðan 29. og 30. sæti á mótum á Spáni og í Tékklandi. Birgir Leifur fór strax inn á annan hringinn sem klárast seinna í dag. Birgir Leifur þarf að hækka sig um 128 sæti til þess að öðlast takmarkaðann keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili en því ná fimmtíu efstu menn. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG og Íslandsmeistari í höggleik í ár, byrjaði vel á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne golfmótinu í Frakklandi sem stendur hún yfir en hann var annar eftir fyrsta hringinn. Birgir Leifur lék fyrstu 18 holurnar á 65 höggum eða á fimm höggum undir pari. Birgir Leifur var einu höggi á eftir Ítalanum Andrea Pavan sem lék fyrsta hringinn á 64 höggum en Norðmaðurinn Joakim Mikkelsen lék á 64 höggum eins og Birgir Leifur. Birgir Leifur lék tólf af átján holunum í gær en kláraði svo hringinn í morgun. Hann fékk tvo fugla á holunum sex í morgun en var með fjóra fugla og einn skolla á fyrstu tólf holunum. Sigurvegarinn á mótinu fær rétt um 4,5 milljónir kr. í sinn hlut en Brigir Leifur var fyrir mótið í 178. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar með 2496 evrur eða rétt rúmlega 400 þúsund íslenskar krónur. Þetta er fjórða mótið á Áskorendamótaröðinni hjá Birgi Leifi á þessu ári. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á einu móti en náði síðan 29. og 30. sæti á mótum á Spáni og í Tékklandi. Birgir Leifur fór strax inn á annan hringinn sem klárast seinna í dag. Birgir Leifur þarf að hækka sig um 128 sæti til þess að öðlast takmarkaðann keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili en því ná fimmtíu efstu menn.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira