Fótbolti

Abidal: Ég væri enn hjá Barca ef Guardiola hefði ekki farið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Abidal.
Eric Abidal. Mynd/AP
Franski varnarmaðurinn Eric Abidal er viss um að væri enn að spila með Barcelona ef að Pep Guardiola hefði ekki hætt þjálfun liðsins sumarið 2012.

Eric Abidal yfirgaf Barcelona í lok síðasta tímabils og ákvað að semja í framhaldinu við franska liðið Mónakó. Eric Abidal kom tvívegis til baka inn i Barcelona eftir baráttu við krabbamein í lifur, fyrst eftir aðgerð og svo eftir lifrarígræðslu.

Það gleyma fáir því þegar Eric Abidal fékk að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir að Barcelona vann hann á Wembley vorið 2011.

„Hlutirnir væri öðruvísi ef að Guardiola væri enn hjá Barcelona. Hann er maður sem metur mig mikils og við erum enn í miklu sambandi. Hann er frábær þjálfari og hann gaf mér tækifæri hjá Barcelona. Ef hann hefði haldið áfram með Barcelona-liðið þá væri ég kannski enn að spila með liðinu," sagði Eric Abidal í viðtali við L'Equipe.

„Vandamálið var að samningurinn minn var að renna út og það var ekki annað í stöðunni en að fara. Þetta snérist ekki um peninga og félagið borgaði mér ekki einu sinni í veikindunum. Minn tími hjá Barcelona var á enda en ég er ánægður með að vera kominn til Mónakó," sagði Abidal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×