Viðskipti erlent

Flaug upp í heiðhvolfið

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
SS2-flauginni var skotið frá burðarvélinni WhiteKnightTwo úr 46 þúsund feta hæð.
SS2-flauginni var skotið frá burðarvélinni WhiteKnightTwo úr 46 þúsund feta hæð. mynd/skjáskot
SS2-flaug Virgin Galactic-fyrirtækisins hefur nú náð þeim merka áfanga að vera það vængjaða loftfar sem náð hefur mestri lofthæð. Flauginni var skotið frá burðarvélinni WhiteKnightTwo úr 46 þúsund feta hæð (14 km) og flaug hún þaðan alla leið í heiðhvolfið (stratosphere) svokallaða, þar sem hún náði 69 þúsund feta hæð (21 km).

SS2 var flogið af þeim Mark Stucky og Clint Nichols yfir Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu og hefur Virgin Galactic gefið það út að markmið fyrirtækisins um reglubundið áætlunarflug árið 2014 gangi samkvæmt áætlun.

Sjá má myndbönd af tilraunafluginu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×