Jimenez: 13 ára kylfingar eiga að leika með jafnöldrum sínum Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. september 2013 17:53 Miguel Angel Jimenez slær úr glompu. Mynd/AFP Spánverjinn Miguel Angel Jimenez er ekkert sérstaklega hrifinn af því að 13 ára táningur sé að leika með honum á European Masters mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni um helgina. Jimenez er einn af vinsælustu kylfingum mótaraðarinnar og telur að 13 ára kylfingar eigi ekkert erindi á mótaröð þeirra bestu. Kínverjinn Ye Wo-Cheng, 13 ára, er með keppnisrétt í mótinu. „13 ára kylfingar eiga að leika á móti jafnöldrum sínum en ekki á mótaröð þar sem meðalaldurinn er 33 ára,“ segir Jimenez. „Það er ekki spurning að styrktaraðilinn vill fá áhuga fjölmiðla á mótinu en ég tel að það sé ekki rétt að gera það með að veita unglingum keppnisrétt inn í mótið. Þeir ættu ekki að vera að ýta of mikið á unga kylfinga, sérstaklega á þessum aldri. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar á feril þeirra.“ Jimenez er elsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni og var 49 ára þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á mótaröðinni á síðasta ári. Rætt hefur verið um að setja aldurstakmörk á bestu mótaraðir heims. Saga Guan Tianlang frá Kína frá því á Masters í ár verður líklega lengi í minnum höfð en hann komst í gegnum niðurskurðinn í mótinu, 14 ára gamall. Ye-Wo-Cheng, 13 ára kylfingurinn í European Masters mótinu, komst ekki í gegnum niðurskurðinn í mótinu og hafnaði í þriðja neðsta sæti eftir að hafa leikið á 78 og 76 höggum. Jimenez er hins vegar í þriðja sætið þegar mótið er hálfnað. Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Spánverjinn Miguel Angel Jimenez er ekkert sérstaklega hrifinn af því að 13 ára táningur sé að leika með honum á European Masters mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni um helgina. Jimenez er einn af vinsælustu kylfingum mótaraðarinnar og telur að 13 ára kylfingar eigi ekkert erindi á mótaröð þeirra bestu. Kínverjinn Ye Wo-Cheng, 13 ára, er með keppnisrétt í mótinu. „13 ára kylfingar eiga að leika á móti jafnöldrum sínum en ekki á mótaröð þar sem meðalaldurinn er 33 ára,“ segir Jimenez. „Það er ekki spurning að styrktaraðilinn vill fá áhuga fjölmiðla á mótinu en ég tel að það sé ekki rétt að gera það með að veita unglingum keppnisrétt inn í mótið. Þeir ættu ekki að vera að ýta of mikið á unga kylfinga, sérstaklega á þessum aldri. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar á feril þeirra.“ Jimenez er elsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni og var 49 ára þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á mótaröðinni á síðasta ári. Rætt hefur verið um að setja aldurstakmörk á bestu mótaraðir heims. Saga Guan Tianlang frá Kína frá því á Masters í ár verður líklega lengi í minnum höfð en hann komst í gegnum niðurskurðinn í mótinu, 14 ára gamall. Ye-Wo-Cheng, 13 ára kylfingurinn í European Masters mótinu, komst ekki í gegnum niðurskurðinn í mótinu og hafnaði í þriðja neðsta sæti eftir að hafa leikið á 78 og 76 höggum. Jimenez er hins vegar í þriðja sætið þegar mótið er hálfnað.
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira