Íslenski boltinn

Afturelding náði í mikilvægt stig fyrir norðan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Anton
Þór/KA og Afturelding skildu jöfn í 16. umferð Pepsi deildar kvenna á Þórsvellinum í dag en leikurinn lauk með 1-1 jafntefli. 



Arna Sig Ásgrímsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrri Þór/KA á 41. mínútu leiksins þegar hún skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Gestirnir náðu að jafna metin í upphafi síðari hálfleiksins þegar Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði úr vítaspyrnu. 

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lauk honum með 1-1 jafntefli. 

Afturelding því í áttunda sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum á undan HK/Víking sem eru í níunda sætinu. Það verður því fróðlega barátta þessara liða um sæti sitt í Pepsi-deild kvenna. 

Liðið í níunda sæti fellur niður í 1. deild. 

Þór/KA er í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×