Íslenski boltinn

HK/Víkingur enn á lífi í Pepsi-deild kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Bjarnadóttir.
Berglind Bjarnadóttir. Mynd/Anton
HK/Víkingur vann 4-1 sigur á botnliði Þróttar í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag en Fossvogsliðið á því enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. HK/Víkingur er nú með tíu stig eða þremur stigum meira en Afturelding sem á leik inni seinna í dag.

Elma Lára Auðunsdóttir, Bergþóra Gná Hannesdóttir, Tinna Óðinsdóttir og Natalía Reynisdóttir skoruðu mörk HK/Víkings í dag en þetta var aðeins þriðji deildarsigur liðsins á tímabilinu.

HK/Víkingur á eftir leiki á móti Selfossi á útivelli og Afturelding á heimavelli en sá síðari gæti hugsanlega orðið hreinn úrslitaleik um að sleppa við fall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×