Ástrós og Helgi unnu góða sigra á EM ungmenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2013 12:45 Íslensku keppendurnir ásamt fylgdarliði sínu. Mynd/Meisam Rafiei Fjórir íslenskir taekwondokappar kepptu á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Svíþjóð um helgina. Helgi Valentín Arnarsson úr Fram náði bestum árangri íslensku keppendanna á mótinu. Helgi Valentín vann sigur á keppanda frá Úkraínu í fyrsta bardaga sínum í aukalotu. Næst mætti Helgi keppanda frá Króatíu sem sigraði eftir að Helgi hætti keppni í annarri lotu. Framarinn hafnaði í fimmta sæti í +65 kg flokknum. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík sat hjá í fyrstu umferð og mætti keppanda frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð. Ástrós, sem valin var taekwondo kona ársins á Íslandi í fyrra, var lengi í gang en sneri við blaðinu og vann góðan sigur. Í þriðju umferðinni þurfti Ástrós að játa sig sigraða gegn sænskum keppanda eftir mikla baráttu og jafnan bardaga. Fór svo að sú sænska vann til silfurverðlauna í -47 kg flokknum. Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík mætti keppanda frá Póllandi í -65 kg flokknum. Bardaginn var jafn og spennandi og var íslenska fylgdarliðið ósátt við dómgæsluna. Svo fór að Pólverjanum var dæmdur sigur en sá pólski vann til bronsverðlauna í flokknum. Hinn efnilegi Ágúst Kristinn Eðvarðsson mætti tyrkneskum keppanda í fyrstu umferð. Sá tyrkneski reyndist of sterkur biti, vann sigur og nældi í bronsverðlaun í -33 kg flokknum áður en yfir lauk. Landsliðsþjálfarinn Meisam Rafie var ánægður með árangurinn og sagði að keppendur hefðu staðið sig mjög vel á mótinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Taekwondosambandi Íslands. Hann var ánægður að keppendur hlustuðu vel á leiðbeiningar og sýndu íþróttamannslega hegðun. Hann var þá líka mjög ánægður að fá tvo keppendur upp úr fyrstu og annarri umferð á mótinu en það þykir sjaldgæft á svo sterku móti. Hann segir að framtíð taekwondo á Íslandi sé í unga fólkinu, en efnilegasta taekwondofólkið á Íslandi er enn ungt að árum. Íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Fjórir íslenskir taekwondokappar kepptu á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Svíþjóð um helgina. Helgi Valentín Arnarsson úr Fram náði bestum árangri íslensku keppendanna á mótinu. Helgi Valentín vann sigur á keppanda frá Úkraínu í fyrsta bardaga sínum í aukalotu. Næst mætti Helgi keppanda frá Króatíu sem sigraði eftir að Helgi hætti keppni í annarri lotu. Framarinn hafnaði í fimmta sæti í +65 kg flokknum. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík sat hjá í fyrstu umferð og mætti keppanda frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð. Ástrós, sem valin var taekwondo kona ársins á Íslandi í fyrra, var lengi í gang en sneri við blaðinu og vann góðan sigur. Í þriðju umferðinni þurfti Ástrós að játa sig sigraða gegn sænskum keppanda eftir mikla baráttu og jafnan bardaga. Fór svo að sú sænska vann til silfurverðlauna í -47 kg flokknum. Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík mætti keppanda frá Póllandi í -65 kg flokknum. Bardaginn var jafn og spennandi og var íslenska fylgdarliðið ósátt við dómgæsluna. Svo fór að Pólverjanum var dæmdur sigur en sá pólski vann til bronsverðlauna í flokknum. Hinn efnilegi Ágúst Kristinn Eðvarðsson mætti tyrkneskum keppanda í fyrstu umferð. Sá tyrkneski reyndist of sterkur biti, vann sigur og nældi í bronsverðlaun í -33 kg flokknum áður en yfir lauk. Landsliðsþjálfarinn Meisam Rafie var ánægður með árangurinn og sagði að keppendur hefðu staðið sig mjög vel á mótinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Taekwondosambandi Íslands. Hann var ánægður að keppendur hlustuðu vel á leiðbeiningar og sýndu íþróttamannslega hegðun. Hann var þá líka mjög ánægður að fá tvo keppendur upp úr fyrstu og annarri umferð á mótinu en það þykir sjaldgæft á svo sterku móti. Hann segir að framtíð taekwondo á Íslandi sé í unga fólkinu, en efnilegasta taekwondofólkið á Íslandi er enn ungt að árum.
Íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira