Þorlákur: Hef aldrei þjálfað svona lið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2013 22:04 Mynd/Daníel Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira
Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira