Sport

Silfur og brons í slaktaumatöltinu

Viðar Ingólfsson á Hrannari frá Skyggni.
Viðar Ingólfsson á Hrannari frá Skyggni. Myndir/Rut Sigurðardóttir
Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum II höfnuðu í öðru sæti í slaktaumatölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín í morgun.

Jakob og Alur fóru efstir inn í úrslitin eftir forkeppnina en urðu að sætta sig við annað sætið með 8,59 í einkunn. Hin danska Julie Christiansen á Straumi frá Seljabrekku hafði betur með 8,63.

Viðar Ingólfsson á Hrannari frá Skyggni lönduðu bronsinu með 8,46 í einkunn. Í fimmta sæti höfnuðu Eyjólfur Þorsteinsson og Kraftur frá Efri-Þverá með 7,54.

Rut Sigurðardóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis í Berlín, fylgdist með gangi mála í slaktaumatöltinu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×