Fyrsti sigur Dufner á risamóti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2013 23:20 Dufner og frú þegar sigurinn var í höfn. Nordicphotos/Getty Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner vann sigur á PGA-meistaramótinu á Oak Hill vellinum í New York-fylki í dag. Dufner var einu höggi á eftir landa sínum Jim Furyk fyrir lokahringinn. Dufner spilaði hins vegar frábært golf í dag, lauk leik á tveimur höggum undir pari og tíu höggum undir samanlagt. Dufner, sem jafnaði lægsta skor á risamóti á öðrum hringnum sem hann lék á 63 höggum, náði þremur fuglum á fyrri níu á lokahringnum. Stöðugur leikur gaf keppinautum hans aldrei færi á að komast inn í myndina. Dufner náði þar með að bæta fyrir tapið í umspili gegn Keegan Bradley á meistaramótinu fyrir tveimur árum. Þá leiddi hann með fimm höggum þegar fjórar holur voru eftir af lokahringnum. Henrik Stenson frá Svíþjóð hafnaði í þriðja sæti á eftir Bandaríkjamönnunum. Tiger Woods, sem hefur ekki unnið sigur á risamóti í fimm ár, lauk leik á 70 höggum í dag og á fjórum yfir samanlagt. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner vann sigur á PGA-meistaramótinu á Oak Hill vellinum í New York-fylki í dag. Dufner var einu höggi á eftir landa sínum Jim Furyk fyrir lokahringinn. Dufner spilaði hins vegar frábært golf í dag, lauk leik á tveimur höggum undir pari og tíu höggum undir samanlagt. Dufner, sem jafnaði lægsta skor á risamóti á öðrum hringnum sem hann lék á 63 höggum, náði þremur fuglum á fyrri níu á lokahringnum. Stöðugur leikur gaf keppinautum hans aldrei færi á að komast inn í myndina. Dufner náði þar með að bæta fyrir tapið í umspili gegn Keegan Bradley á meistaramótinu fyrir tveimur árum. Þá leiddi hann með fimm höggum þegar fjórar holur voru eftir af lokahringnum. Henrik Stenson frá Svíþjóð hafnaði í þriðja sæti á eftir Bandaríkjamönnunum. Tiger Woods, sem hefur ekki unnið sigur á risamóti í fimm ár, lauk leik á 70 höggum í dag og á fjórum yfir samanlagt.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira