Fótbolti

Tómas Ingi: Ótrúlega samrýndur hópur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tómas Ingi og Eyjólfur Sverrisson þjálfaratreymi Íslands.
Tómas Ingi og Eyjólfur Sverrisson þjálfaratreymi Íslands. mynd / pjetur
„Fyrri hálfleikurinn var í raun fullkomin hjá okkur,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðs Íslands, í viðtali í útvarpsþættinum Reitarboltinn á vefsíðunni www.433.is.

Liðið vann frábæran sigur á Hvít-Rússum,4-1, á Vodafone-vellinum í undakeppni EM í gær. Liðið er í efsta sæti riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki.

„Við höfum verið með góð lið áður en svona heildarskipulag og sú holning sem komin er á liðið er frábær.“

Ísland vann Hvíta-Rússland 2-1 á útivelli í mars.

„Þeir voru með fjóra nýja leikmenn í liðinu sem við vissum ekkert um. Það skipti samt litlu máli þar sem við vorum það einbeittir í gær. Ef menn eru klárir á leikdegi þá draga þeir oftast lengra stráið.“

„Við bjuggumst kannski ekki við sex stigum úr fyrstu tveimur útileikjum okkar og vorum að vonast eftir fjórum stigum en þetta er bara að ganga eins og sögu.“

Íslenska U-21 árs landsliðið komst á lokamót Evrópukeppninnar árið 2010 í Danmörku og alls eru 11 leikmenn úr því liði nú þegar komnir í A-landsliðið.

„Þetta eru gjörólík lið. Við erum núna með stráka sem eru að spila í Skandinavíu og í varaliðum í Evrópu en þessi hópur er bara svo samrýndur og strákarnir fara svo langt á liðsheildinni. Liðið sem komst á lokamótið í Danmörku var troðfullt af strákum sem voru komnir með stór hlutverk í góðum liðum í Evrópu en kannski ekki eins sterk liðsheild.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×