Sport

Strandblaksstelpurnar komnar í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir í keppni,
Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir í keppni, Mynd/Fésbókarsíða landsliðanna í strandblaki
Strandblaksstelpurnar Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir eru komnar í úrslitaleikinn í NEVZA móti U19 ára eftir sigur á norskum stelpum í undanúrslitaleik í morgun en þetta kemur fram á heimasíðu Blaksambandsins.

Íslensku stúlkurnar byrjuðu betur og unnu fyrstu hrinuna 21-19. Í annarri hrinunni áttu þær í vandræðum með sóknarleik Noregs og gerðu nokkuð af mistökum sem voru dýr. Norska liðið vann hrinuna 15-21 og jafnaði leikinn.

Í úrslitahrinunni var aldrei spurning um hvort liðið væri sterkara. Íslensku stelpurnar spiluðu vel, unnu hrinuna 15-10 og leikinn þar með 2-1.

Karlaliðið mætir því enska í dag í leik um 5.-6. sæti klukkan 13.10 en stelpurnar leika um gullið kl. 15.40 að staðartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×