Viðskipti erlent

Warren Buffet eykur hlut sinn í GM

Finnur Thorlacius skrifar
Warren Buffet að leika sér að körfubolta, ekki hlutabréfum.
Warren Buffet að leika sér að körfubolta, ekki hlutabréfum.
Eintómar góðar fréttir koma frá General Motors þessa dagana. Það þykja jú yfirleitt góðar fréttir fyrir fyrirtæki  að auðkýfingurinn Warren Buffet kaupi í þeim og vanalega hækka bréf þeirra í verði í kjölfarið.

Buffet jók hlut sinn um 60% í GM og á nú 40 milljón hluti í bílaframleiðandanum. Buffet keypti í fyrstu 10 milljón hluti í fyrra þegar hlutbréfin voru skráð á um 20 dollara hluturinn. Nú standa bréfin í um 35 dollurum svo hann hefur grætt vel á kaupunum. Heildareign Buffet í GM er nú að andvirði 168 milljörðum króna.

Forstjóri General Motors fagnaði að sjálfsögðu kaupum Buffet í gær og sagði að hann sé einstaklega skynsamur fjárfestir sem hefur vissulega sögu sem sannar það. Því sé fjárfesting hans nú staðfesting á því að GM sé á réttri leið og trú á framtíð fyrirtækisins sé réttmæt og björt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×