Bandaríska körfuknattleikskonan Kelli Thompson er gengin í raðir kvennaliðs KR. Karfan.is greinir frá þessu.
Thompson kemur frá University of Nevada í Las Vegas og er bakvörður. Hún er 182 sentimetrar á hæð og kemur frá bænum Compton í Kaliforníu. Á lokaári sínu í háskólaboltanum skoraði hún 18 stig og tók sex fráköst að meðaltali í leik.
Thompson er þrettándi stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi kvennamegin. Hún skoraði samanlagt 1264 stig á fjórum tímabilum með liði UNLV.
