Fórnarlamba flugslyssins minnst Jakob Bjarnar skrifar 7. ágúst 2013 10:31 Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður fórust í flugslysinu. Þeirra verður minnst í kvöld í Glerárkirkju. Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag, verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Flak vélarinnar verður flutt til Reykjavíkur í dag til nánari rannsóknar og hefur framleiðandi vélarinnar lýst áhuga á að fá að skoða flakið. Að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri er rannsóknin enn á frumstigi og engin augljós vísbending er um hvað fór úrskeiðis. Hann telur að rannóknin geti tekið vikur og jafnvel mánuði. Engin flugriti er í vélinni, þar sem ekki eru gerðar kröfur um það í vélum sem þessum, en nú er verið að ræða við vitni að slysinu og fara yfir öll gögn um vélina. Framleiðandinn, Beechcraft, hefur lýst áhuga á að fylgjast með rannsókninni og fá að skoða flakið. Það verður væntanlega vistað í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem Mýflug sendi frá sér nú fyrir stundu kemur fram að þeir sem fórust í slysinu voru þeir Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður. Þá segir að flugmaðurinn sem lifði verði ekki nafngreindur af félaginu. Þar segir jafnframt að vettvangsrannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa sé um það bil lokið og við taki vinna við að skýra út hvað gerðist og hvernig megi koma í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. „Við viljum þakka þá hófsemi og virðingu sem sýnd hefur verið í umfjöllun og umræðum um slysið. Við þökkum þá hjálp, hlýju og fjölmörgu kveðjur sem okkur hafa borist. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Reglulegar tilkynningar hætta nú að berast. Málið er komið á þann stað að lítið verður af því að segja um hríð. Ég vil þakka ykkur fjölmiðlamönnum sérstaklega vandaðan fréttaflutning. Af því er sómi,“ segir í tilkynningu sem Sigurður Bjarni Jónsson flugöryggisfulltrúi Mýflugs ritar. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag, verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Flak vélarinnar verður flutt til Reykjavíkur í dag til nánari rannsóknar og hefur framleiðandi vélarinnar lýst áhuga á að fá að skoða flakið. Að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri er rannsóknin enn á frumstigi og engin augljós vísbending er um hvað fór úrskeiðis. Hann telur að rannóknin geti tekið vikur og jafnvel mánuði. Engin flugriti er í vélinni, þar sem ekki eru gerðar kröfur um það í vélum sem þessum, en nú er verið að ræða við vitni að slysinu og fara yfir öll gögn um vélina. Framleiðandinn, Beechcraft, hefur lýst áhuga á að fylgjast með rannsókninni og fá að skoða flakið. Það verður væntanlega vistað í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem Mýflug sendi frá sér nú fyrir stundu kemur fram að þeir sem fórust í slysinu voru þeir Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður. Þá segir að flugmaðurinn sem lifði verði ekki nafngreindur af félaginu. Þar segir jafnframt að vettvangsrannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa sé um það bil lokið og við taki vinna við að skýra út hvað gerðist og hvernig megi koma í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. „Við viljum þakka þá hófsemi og virðingu sem sýnd hefur verið í umfjöllun og umræðum um slysið. Við þökkum þá hjálp, hlýju og fjölmörgu kveðjur sem okkur hafa borist. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Reglulegar tilkynningar hætta nú að berast. Málið er komið á þann stað að lítið verður af því að segja um hríð. Ég vil þakka ykkur fjölmiðlamönnum sérstaklega vandaðan fréttaflutning. Af því er sómi,“ segir í tilkynningu sem Sigurður Bjarni Jónsson flugöryggisfulltrúi Mýflugs ritar.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira