Sport

Halda til Berlínar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslensku unglingalandsliðin í strandblaki eru á leið í forkeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna sem verða í Nanjing á næsta ári.

Unglingaliðin taka þátt í forkeppni í Berlín um helgina og halda svo á NEVZA mót í vikunni þar á eftir.

Landsliðsþjálfararnir Karl Sigurðsson og Einar Sigurðsson völdu nýlega í tvö lið fyrir komandi keppnir. Í drengjaliðinu verða Theódór Óskar Þorvaldsson (fæddur 1997) og Lúðvík Már Matthíasson (fæddur 1996).

Í stúlknaliðinu sem keppir í Berlín eru þær Elísabet Einarsdóttir (fædd 1998) og Thelma Dögg Grétarsdóttir (fædd 1997). Í þeirri keppni er aðeins leyfilegt að vera með keppendur sem fædd eru frá 1996 til 1999.

Ísland lenti í A riðli sem leikinn verður í Berlín þann 11. ágúst. Liðin í riðlinum eru Ísland, Þýskaland, Belgía og Noregur.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu BLÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×