„Sérstakt að þetta hafi gerst sama dag“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. ágúst 2013 15:15 Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson hefur áratugalanga reynslu af flugi. mynd úr safni Flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysinu við Akureyri á mánudag lenti í öðru flugslysi tólf árum áður upp á dag, en þann 5. ágúst 2001 var hann um borð í kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar sem brotlenti í Garðsárdal í Eyjafirði. Ómar Ragnarsson flugmaður segir þetta sérstakt, en rifjar upp annað dæmi sem honum finnst eitt það óvenjulegasta. „Já þetta er sérstakt. Sérstaklega að þetta hafi gerst sama dag. En líklega er óvenjulegasta atvikið stúlkurnar tvær sem lentu í tveimur flugslysum sama dag. Þá fórst TF-EKK á Mosfellsheiði og kom þyrla frá Kananum að sækja flugmann og tvær konur, finnskar ef ég man rétt. Svo fórst þyrlan þegar hún tók á loft.“ Aðspurður hvort algengt sé að flugmenn sem komist lífs af úr flugslysum fljúgi aftur segir Ómar svo vera. „Það eru margir flugmenn sem hafa lent í fleiri en einu atviki. Yfirleitt er þeim ráðlagt að fljúga aftur sem fyrst. Það var sú áfallahjálp í gamla daga sem flugmenn fundu upp sjálfir, til að koma þeim aftur á brautina strax. En ég er ekki viss um að það sé í takt við þá áfallahjálp sem veitt er í dag.“Gekk til móts við Pétur Róbert Eftir slysið í Garðsárdal komst flugmaðurinn, sem þá var 21 árs flugnemi í Flugskóla Akureyrar, út um afturglugga vélarinnar ásamt flugkennaranum, en vélin var af gerðinni Piper PA 38 Tomahawk. Að því loknu gengu þeir til móts við björgunarmenn, og var annar þeirra Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamaður, en hann lést í slysinu á Akureyri á mánudag. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (nú Rannsóknarnefnd samgönguslysa) var ein af helstu orsökum slyssins sú að „eldsneytið gekk til þurrðar þar sem eldsneytismagn í tönkum vélarinnar var ofmetið.“ Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysinu við Akureyri á mánudag lenti í öðru flugslysi tólf árum áður upp á dag, en þann 5. ágúst 2001 var hann um borð í kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar sem brotlenti í Garðsárdal í Eyjafirði. Ómar Ragnarsson flugmaður segir þetta sérstakt, en rifjar upp annað dæmi sem honum finnst eitt það óvenjulegasta. „Já þetta er sérstakt. Sérstaklega að þetta hafi gerst sama dag. En líklega er óvenjulegasta atvikið stúlkurnar tvær sem lentu í tveimur flugslysum sama dag. Þá fórst TF-EKK á Mosfellsheiði og kom þyrla frá Kananum að sækja flugmann og tvær konur, finnskar ef ég man rétt. Svo fórst þyrlan þegar hún tók á loft.“ Aðspurður hvort algengt sé að flugmenn sem komist lífs af úr flugslysum fljúgi aftur segir Ómar svo vera. „Það eru margir flugmenn sem hafa lent í fleiri en einu atviki. Yfirleitt er þeim ráðlagt að fljúga aftur sem fyrst. Það var sú áfallahjálp í gamla daga sem flugmenn fundu upp sjálfir, til að koma þeim aftur á brautina strax. En ég er ekki viss um að það sé í takt við þá áfallahjálp sem veitt er í dag.“Gekk til móts við Pétur Róbert Eftir slysið í Garðsárdal komst flugmaðurinn, sem þá var 21 árs flugnemi í Flugskóla Akureyrar, út um afturglugga vélarinnar ásamt flugkennaranum, en vélin var af gerðinni Piper PA 38 Tomahawk. Að því loknu gengu þeir til móts við björgunarmenn, og var annar þeirra Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamaður, en hann lést í slysinu á Akureyri á mánudag. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (nú Rannsóknarnefnd samgönguslysa) var ein af helstu orsökum slyssins sú að „eldsneytið gekk til þurrðar þar sem eldsneytismagn í tönkum vélarinnar var ofmetið.“
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira