Pepsi-mörkin gerðu upp fjórtándu umferð Pepsi-deildar karla í gær en fimm af sex leikjum umferðarinnar er lokið.
FH er áfram með eins stigs forskot á KR á toppi deildarinnar en Stjörnumenn töpuðu óvænt á móti sjóðheitu Fylkisliði. FH vann í Eyjum en KR-ingar sóttu þrjú stig til Akureyrar.
Valsmenn voru líka í miklu stuði í þessari umferð og skoruðu fjögur mörk í stórsigri á Fram.
Keflavík vann síðan langþráðan heimasigur þegar liðið vann 2-0 sigur á Ólafsvíkur-Víkingum.
Það er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum fimm með því að smella hér fyrir ofan en þar er að finna uppgjör umferðarinnar úr Pepsi-mörkunum í gær.
Uppgjör 14. umferðar úr Pepsi-mörkunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti