Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur sótt um skólavist við háskólann í Osló í vor. Breivik afplánar nú 21 árs fangelsisdóm fyrir að drepa 77 manns á eyjunni Útey árið 2011.
Yfirmaður stjórnmálafræðideildar háskólans hefur staðfest að hafa fengið umsóknina en segist ekki vita hvort hún verði samþykkt. Nokkrir starfsmenn skólans sögðu í samtali við norsku sjónvarpsstöðina TV2 að þeir væru mótfallnir því að skólinn samþykkti umsókn Breiviks.
Norskir fangar geta sótt um háskólanám og segir Knud Bjarkheid fangelsisstjóri að ævinlega sé föngum hjálpað að mennta sig. Það sem gæti þó sett strik í reikninginn fyrir Breivik er það að hann hefur ekki lokið námi á framhaldsskólastigi.
