Tvö ár frá voðaverkunum í Útey Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2013 12:03 Anders Behring Breivik situr í fangelsi. Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum. 22. júlí 2011 er dagsetning sem aldrei verður afmáð úr norskri sögu. Atburðarrásin hófst með mikilli sprengingu við stjórnarbyggingar norsku ríkisstjórnarinnar, við bygginguna þar sem skrifstofur forsætisráðherra eru til húsa. Anders Behring Breivik hafði undirbúið hryðjuverk sitt vel og lengi. Hann ók bíl sem var hlaðinn heimatilbúinni sprengju upp að stjórnarbyggingunum og skömmu síðar sprakk sprengjan. Í fyrstu var ekki vitað um mannfall en ljóst að skemmdir á nálægum byggingum voru gífurlegar. Fljótlega kom í ljós að átta höfðu látið lífið í tilræðinu og fjöldi manns voru særðir. Í fyrstu voru alþjóðleg hryðjuverkasamtök grunuð um tilræðið en fljótlega kom annað í ljós. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Breivik, sem var klæddur eins og norskur sérsveitarmaður, hélt þegar af vettvangi glæpsins í Osló og ók að Útey, lítilli eyju í eigu norskra jafnaðarmanna, þar sem fram fór sumarmót ungra jafnaðarmanna. Hann fór yfir með ferju og sagðist vera sendur af lögreglunni vegna atburðanna í Osló til að gæta öryggis hundruð ungmenna sem þar voru. Fljótlega eftir komuna til eyjarinnar hóf hann kaldrifjuð og skipuleg morð sín. Hann fór inn í aðalhús eyjarinnar og gekk þar milli herbergja og skaut hvern þann sem varð á vegi hans. Síðan fór hann um eyjuna og hélt morðæði sínu áfram. Vitnisburður þeirra sem lifðu voðaverkin af sýnir að hann sýndi fólki enga miskun. Töluverður fjöldi ungmenna lagðist til sunds og reyndi að komast í land en Breivik skaut á þá sem voru í sjónum og sumir létu lífið á sundinu. Lögreglan var tiltölulega sein á vettvang og hefur verið viðurkennt að samskipti í stjórnstöð lögreglunnar voru ekki eins og þau hefðu átt að vera. Við rannsókn málsins kom í ljós að Breivik ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundland fyrrverandi forsætisráðherra sem var í Útey skömmu áður en hann kom þangað. Þá ætlaði hann reyndar líka að myrða Jens Stoltenber forsætisráðherra í sprengjutilræðinu í Osló og vonaðist til að fleiri ráðherrar jafnaðarmanna myndu falla. En rót glæpsins var hatur Breiviks á jafnaðarmönnum sem hann telur undirlátssama við fjölþjóðamenninguna. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum. 22. júlí 2011 er dagsetning sem aldrei verður afmáð úr norskri sögu. Atburðarrásin hófst með mikilli sprengingu við stjórnarbyggingar norsku ríkisstjórnarinnar, við bygginguna þar sem skrifstofur forsætisráðherra eru til húsa. Anders Behring Breivik hafði undirbúið hryðjuverk sitt vel og lengi. Hann ók bíl sem var hlaðinn heimatilbúinni sprengju upp að stjórnarbyggingunum og skömmu síðar sprakk sprengjan. Í fyrstu var ekki vitað um mannfall en ljóst að skemmdir á nálægum byggingum voru gífurlegar. Fljótlega kom í ljós að átta höfðu látið lífið í tilræðinu og fjöldi manns voru særðir. Í fyrstu voru alþjóðleg hryðjuverkasamtök grunuð um tilræðið en fljótlega kom annað í ljós. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Breivik, sem var klæddur eins og norskur sérsveitarmaður, hélt þegar af vettvangi glæpsins í Osló og ók að Útey, lítilli eyju í eigu norskra jafnaðarmanna, þar sem fram fór sumarmót ungra jafnaðarmanna. Hann fór yfir með ferju og sagðist vera sendur af lögreglunni vegna atburðanna í Osló til að gæta öryggis hundruð ungmenna sem þar voru. Fljótlega eftir komuna til eyjarinnar hóf hann kaldrifjuð og skipuleg morð sín. Hann fór inn í aðalhús eyjarinnar og gekk þar milli herbergja og skaut hvern þann sem varð á vegi hans. Síðan fór hann um eyjuna og hélt morðæði sínu áfram. Vitnisburður þeirra sem lifðu voðaverkin af sýnir að hann sýndi fólki enga miskun. Töluverður fjöldi ungmenna lagðist til sunds og reyndi að komast í land en Breivik skaut á þá sem voru í sjónum og sumir létu lífið á sundinu. Lögreglan var tiltölulega sein á vettvang og hefur verið viðurkennt að samskipti í stjórnstöð lögreglunnar voru ekki eins og þau hefðu átt að vera. Við rannsókn málsins kom í ljós að Breivik ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundland fyrrverandi forsætisráðherra sem var í Útey skömmu áður en hann kom þangað. Þá ætlaði hann reyndar líka að myrða Jens Stoltenber forsætisráðherra í sprengjutilræðinu í Osló og vonaðist til að fleiri ráðherrar jafnaðarmanna myndu falla. En rót glæpsins var hatur Breiviks á jafnaðarmönnum sem hann telur undirlátssama við fjölþjóðamenninguna.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira