Fótbolti

Arnór byrjaði og Helsingborg á toppinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnór Smárason í búningi síns nýja félags.
Arnór Smárason í búningi síns nýja félags. Mynd/Heimasíða Helsingborgar
Arnór Smárason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Helsingborg sem sótti þrjú stig í hendur Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Gestirnir skoruðu eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik. Sigurinn lyftir Helsingborg upp fyrir Malmö og AIK í toppsæti deildarinnar með 34 stig. Hin liðin tvö hafa 32 stig.

Guðjón Baldvinsson spilaði allan leikinn með Halmstad. Kristinn Steindórsson kom inn á snemma í síðari hálfleik. Halmstad er með 13 stig og í bullandi fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×