Leik lokið: Magnaður sigur Blika í Austurríki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2013 14:27 Blikar höfðu ærna ástæðu til að fagna í Graz í dag. Mynd/Arnþór Breiðablik tryggði sér sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Sturm Graz í síðari leik liðanna í Austurríki í dag. Blikar mæta Aktobe frá Kasakstan í næstu umferð. Eftir markalaus jafntefli í fyrri leiknum í Kópavogi áttu Blikar svo sannarlega möguleika gegn Austurríkismönnunum þótt verkefnið væri erfitt. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn sóttu meira náði Blikar góðri sókn. Daninn Nichlas Rohde átti frábæran sprett upp vinstri kantinn, sendi fyrir markið á Ellert Hreinsson sem skoraði af stuttu færi. Blikar fögnuðu en stuðningsmenn heimamanna, sem áttu vafalítið von á þægilegum sigri, blístruðu á sína menn. Blikar spiluðu afar agaðan varnarleik í síðari hálfleik. Þeir leyfðu heimamönnum að halda boltanum, lágu til baka og sóttu hratt þegar færi gafst. Gunnleifur Gunnleifsson varði þau fáu skot sem á marki hans höfnuðu en annars áttu heimamenn fá svör við Blikum. Elfar Árni Aðalsteinsson fékk sitt annað gula spjald á 80. mínútu og léku Blikar því manni færri síðustu mínúturnar. Það kom ekki að sök því Kópavogsbúar héldu haus og gott betur. 1-0 útisigur var í höfn og Blikar í komnir í 3. umferð. Andstæðingur Blika verður lið Aktobe frá Kasaksan. Aktobe sló út 2. deildarlið Hödd frá Noregi í tveimur leikjum samanlagt 2-1. Aktobe mætti FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2009 og vann 4-0 sigur í Hafnarfirði og 2-0 sigur ytra. Miðað við úrslitin gegn norska liðinu er lið Aktobe ekki jafnsterkt í dag. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Breiðablik tryggði sér sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Sturm Graz í síðari leik liðanna í Austurríki í dag. Blikar mæta Aktobe frá Kasakstan í næstu umferð. Eftir markalaus jafntefli í fyrri leiknum í Kópavogi áttu Blikar svo sannarlega möguleika gegn Austurríkismönnunum þótt verkefnið væri erfitt. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn sóttu meira náði Blikar góðri sókn. Daninn Nichlas Rohde átti frábæran sprett upp vinstri kantinn, sendi fyrir markið á Ellert Hreinsson sem skoraði af stuttu færi. Blikar fögnuðu en stuðningsmenn heimamanna, sem áttu vafalítið von á þægilegum sigri, blístruðu á sína menn. Blikar spiluðu afar agaðan varnarleik í síðari hálfleik. Þeir leyfðu heimamönnum að halda boltanum, lágu til baka og sóttu hratt þegar færi gafst. Gunnleifur Gunnleifsson varði þau fáu skot sem á marki hans höfnuðu en annars áttu heimamenn fá svör við Blikum. Elfar Árni Aðalsteinsson fékk sitt annað gula spjald á 80. mínútu og léku Blikar því manni færri síðustu mínúturnar. Það kom ekki að sök því Kópavogsbúar héldu haus og gott betur. 1-0 útisigur var í höfn og Blikar í komnir í 3. umferð. Andstæðingur Blika verður lið Aktobe frá Kasaksan. Aktobe sló út 2. deildarlið Hödd frá Noregi í tveimur leikjum samanlagt 2-1. Aktobe mætti FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2009 og vann 4-0 sigur í Hafnarfirði og 2-0 sigur ytra. Miðað við úrslitin gegn norska liðinu er lið Aktobe ekki jafnsterkt í dag.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn