Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0-0 Rauða Stjarnan | Vítaspyrna í súginn Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 25. júlí 2013 14:30 Mynd/Vilhelm Eyjamenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir fjörugt 0-0 jafntefli í seinni leik sínum í annarri umferð forkeppninnar á Hásteinsvelli í dag, Rauða Stjarnan frá Belgrad vann fyrri leikinn 2-0 og nægði það þeim til sigurs í einvíginu. Serbneska liðið varð Evrópumeistari árið 1991. Í fyrri hálfleik var jafnræði á með liðunum en mátti vart sjá hvort liðið spilaði í atvinnumannadeild. Eyjamenn fóru langt á sínum dugnaði og vinnusemi og uppskáru nokkur færi og voru ansi nálægt því að koma knettinum í netið í nokkur skipti. Leikmenn Rauðu Stjörnunnar áttu þó sín færi en náðu ekki að nýta þau frekar en heimamenn. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks hitnaði heldur betur í kolunum og var þá varamanni Serbanna vikið af velli eftir tvö brot og tvö gul spjöld með stuttu millibili, Mihajlovic var alls ekki sáttur með það og strunsaði upp í búningsherbergi en á leiðinni kastaði hann umferðakeilu í bíl Víðis Þorvarðarsonar leikmanns ÍBV. Stuttu seinna komust Eyjamenn inn í teig andstæðinganna. Eftir nokkuð klafs í teignum fór boltinn í hönd Jovan Krneta varnarmanns Rauðu Stjörnunnar og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Gunnar Már, vítaskytta Eyjamanna, steig á punktinn en brást bogalistin. Gullið tækifæri fyrir heimamenn til þess að auka möguleika sína á lokamínútum leiksins í sandinn. Í uppbótartíma áttust Hermann Hreiðarsson og varnarmaður Serbanna við inni í vítateig gestanna. Serbinn virtist fá hendi Hermanns Hreiðarssonar í andlitið og féll við það í jörðina. Dómari leiksins sýndi Hermanni gula spjaldið en það var þjálfari gestanna ekki sáttur við og lét fjórða dómara leiksins heyra það. Ágætur dómari leiksins vísaði honum þá af velli. Gestirnir frá Belgrad kveiktu í blysum eftir lokaflaut dómarans, en gæslumönnum á Hásteinsvelli tókst að hafa hemil á stuðningsmönnunum. Hermann Hreiðarsson: Mark hefði sett duft í leikinn„Það eru vonbrigði að detta út eins og leikurinn spilaðist. Frammistaða okkar í báðum leikjunum var frábær og ég get ekki beðið um meira en það,“ sagði Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Rauðu Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Það segir meira en margt að vera hundfúlir með 0-0 jafntefli gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Við vitum það að ef að við skorum eitt mark þá er ég nokkuð viss um að annað hefði fylgt í kjölfarið,“ sagði Hermann en hann var gríðarlega ánægður með baráttu sinna manna gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Eyjamenn fengu vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins þegar að boltinn fór í hendi varnarmanns serbneska liðsins, Gunnar Már Guðmundsson steig á punktinn en lét markmann gestanna, Boban Bajkovic verja frá sér. „Það voru önnur færi en vítaspyrnan. Eitt mark hefði sett ansi mikið duft í þetta,“ sagði Hemmi en bætti einnig við að Eyjamenn gæti borið höfuðið hátt eftir þessa leiki. Fótbolti Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Eyjamenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir fjörugt 0-0 jafntefli í seinni leik sínum í annarri umferð forkeppninnar á Hásteinsvelli í dag, Rauða Stjarnan frá Belgrad vann fyrri leikinn 2-0 og nægði það þeim til sigurs í einvíginu. Serbneska liðið varð Evrópumeistari árið 1991. Í fyrri hálfleik var jafnræði á með liðunum en mátti vart sjá hvort liðið spilaði í atvinnumannadeild. Eyjamenn fóru langt á sínum dugnaði og vinnusemi og uppskáru nokkur færi og voru ansi nálægt því að koma knettinum í netið í nokkur skipti. Leikmenn Rauðu Stjörnunnar áttu þó sín færi en náðu ekki að nýta þau frekar en heimamenn. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks hitnaði heldur betur í kolunum og var þá varamanni Serbanna vikið af velli eftir tvö brot og tvö gul spjöld með stuttu millibili, Mihajlovic var alls ekki sáttur með það og strunsaði upp í búningsherbergi en á leiðinni kastaði hann umferðakeilu í bíl Víðis Þorvarðarsonar leikmanns ÍBV. Stuttu seinna komust Eyjamenn inn í teig andstæðinganna. Eftir nokkuð klafs í teignum fór boltinn í hönd Jovan Krneta varnarmanns Rauðu Stjörnunnar og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Gunnar Már, vítaskytta Eyjamanna, steig á punktinn en brást bogalistin. Gullið tækifæri fyrir heimamenn til þess að auka möguleika sína á lokamínútum leiksins í sandinn. Í uppbótartíma áttust Hermann Hreiðarsson og varnarmaður Serbanna við inni í vítateig gestanna. Serbinn virtist fá hendi Hermanns Hreiðarssonar í andlitið og féll við það í jörðina. Dómari leiksins sýndi Hermanni gula spjaldið en það var þjálfari gestanna ekki sáttur við og lét fjórða dómara leiksins heyra það. Ágætur dómari leiksins vísaði honum þá af velli. Gestirnir frá Belgrad kveiktu í blysum eftir lokaflaut dómarans, en gæslumönnum á Hásteinsvelli tókst að hafa hemil á stuðningsmönnunum. Hermann Hreiðarsson: Mark hefði sett duft í leikinn„Það eru vonbrigði að detta út eins og leikurinn spilaðist. Frammistaða okkar í báðum leikjunum var frábær og ég get ekki beðið um meira en það,“ sagði Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Rauðu Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Það segir meira en margt að vera hundfúlir með 0-0 jafntefli gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Við vitum það að ef að við skorum eitt mark þá er ég nokkuð viss um að annað hefði fylgt í kjölfarið,“ sagði Hermann en hann var gríðarlega ánægður með baráttu sinna manna gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Eyjamenn fengu vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins þegar að boltinn fór í hendi varnarmanns serbneska liðsins, Gunnar Már Guðmundsson steig á punktinn en lét markmann gestanna, Boban Bajkovic verja frá sér. „Það voru önnur færi en vítaspyrnan. Eitt mark hefði sett ansi mikið duft í þetta,“ sagði Hemmi en bætti einnig við að Eyjamenn gæti borið höfuðið hátt eftir þessa leiki.
Fótbolti Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira