Viðskipti erlent

Halliburton eyddi gögnum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Halliburton eyddi gögnum tengdum olíumengunnarslysinu í Mexíkóflóa árið 2010.
Halliburton eyddi gögnum tengdum olíumengunnarslysinu í Mexíkóflóa árið 2010. mynd/afp
Bandaríska fyrirtækið Halliburton hefur samþykkt að játa fyrir rétti að hafa eytt gögnum tengdum olíumengunnarslysinu í Mexíkóflóa árið 2010.

Í kjölfarið þarf fyrirtækið að greiða hæstu mögulegu sekt og halda áfram að aðstoða við rannsókn málsins.

Þá hefur fyrirtækið látið 55 milljón dali af hendi rakna til „National Fish and Wildlife“-sjóðsins, eða um 6,6 milljarða króna, en það er ekki hluti af samkomulaginu.

Halliburton er þriðja fyrirtækið til að játa á sig brot vegna slyssins, sem sagt er eitt það mesta í sögunni, en hin eru BP og Transocean.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×