Íslenski boltinn

Kayla Grimsley var borin af velli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kayla borin af velli í kvöld.
Kayla borin af velli í kvöld. Mynd/Stefán
Sigur Þórs/KA á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld gæti reynst dýru verði keyptur.

Kayla Grimsley lenti í samstuði við Söndru Sigurðardóttur, markvörð Stjörnunnar, eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik. Kayla var borin af velli og kenndi sér greinilega mikils meins.

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, staðfesti í samtali við Vísi í kvöld að Kayla hefði meitt sig á ökkla. Hann sagði enga leið að fullyrða strax hversu alvarleg meiðslin væru. Ljóst væri þó að sársaukinn væri mikill hjá Kaylu miðað við viðbrögð hennar.

Akureyringar geta þó fagnað því að Katrín Ásbjörnsdóttir og Sandra María Jessen, sóknarmenn liðsins sem tóku af skarið í sigurmarki gestanna í kvöld, eru komnar á fleygiferð eftir meiðsli. Þá kom Sylvía Rán Sigurðardóttir við sögu seint í leiknum auk þess sem Karen Nóadóttir var á bekknum. Báðar hafa glímt við langvarandi meiðsli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×