Ólympíufarar sameina krafta sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 11:45 Mynd/anton „Þetta er mjög skemmtilegt lið og mjög skemmtileg blanda. Það er samt langt í frá að við séum langsterkasta liðið," segir Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Kári Steinn verður í eldlínunni á sunnudaginn þegar keppt verður í hálfum járnmanni í Hafnarfirði. Um er að ræða Íslandsmótið í þríþraut í vegalengdinni. Mest alvara er í einstaklingsflokki þar sem keppendur sjá um allar þrautirnar sjálfir en stemmningin er einnig mikil í liðakeppninni. Kári Steinn er með sterka félaga í sínu liði. Þannig mun Jón Margeir Sverrisson, Ólympíumeistari í flokki þroskahamlaðra í 200 metra skriðsundi, synda sundlegginn og María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona síðasta árs, sjá um reiðhjólalegginn.Jón Margeir fagnar í London síðastliðið sumar.Nordicphotos/GettySyntir verða 1900 metrar, hjólaðir 90 kílómetrar áður en hálft maraþon eða 21,1 kílómetri verður hlaupinn. „Þetta er fyrst og fremst til gamans. Maður ætlar ekkert að toppa í þessu hlaupi eða svoleiðis," segir Kári Steinn sem hafnaði í 42. sæti í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum á síðasta ári. „Ég legg þó meira upp úr þessu í ár en í fyrra þegar þetta var eingöngu til gamans," segir Kári Steinn.Hafsteinn Ægir og María Ögn.Hann segir fjölmörg sterk lið vera skráð til leiks. Róbert Wessman hafi til að mynda fengið sterka einstaklinga í sitt lið og þá er hjólreiðakappinn Hafsteinn Ægir Geirsson í sterku liði. „Hjólaleggurinn vegur þyngt. Það er lengsti leggurinn þannig að menn vinna hlutfallslega upp mestan tíma þar," segir Kári Steinn. Fróðlegt verður að fylgjast með keppni í hjólreiðunum en svo skemmtilega vill til að fremsta hjólreiðafólk landsins, Hafsteinn Ægir og María Ögn, eru par. Allar frekari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu 3SH. Skráningu í keppnina lýkur í dag klukkan 18. Frjálsar íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt lið og mjög skemmtileg blanda. Það er samt langt í frá að við séum langsterkasta liðið," segir Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Kári Steinn verður í eldlínunni á sunnudaginn þegar keppt verður í hálfum járnmanni í Hafnarfirði. Um er að ræða Íslandsmótið í þríþraut í vegalengdinni. Mest alvara er í einstaklingsflokki þar sem keppendur sjá um allar þrautirnar sjálfir en stemmningin er einnig mikil í liðakeppninni. Kári Steinn er með sterka félaga í sínu liði. Þannig mun Jón Margeir Sverrisson, Ólympíumeistari í flokki þroskahamlaðra í 200 metra skriðsundi, synda sundlegginn og María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona síðasta árs, sjá um reiðhjólalegginn.Jón Margeir fagnar í London síðastliðið sumar.Nordicphotos/GettySyntir verða 1900 metrar, hjólaðir 90 kílómetrar áður en hálft maraþon eða 21,1 kílómetri verður hlaupinn. „Þetta er fyrst og fremst til gamans. Maður ætlar ekkert að toppa í þessu hlaupi eða svoleiðis," segir Kári Steinn sem hafnaði í 42. sæti í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum á síðasta ári. „Ég legg þó meira upp úr þessu í ár en í fyrra þegar þetta var eingöngu til gamans," segir Kári Steinn.Hafsteinn Ægir og María Ögn.Hann segir fjölmörg sterk lið vera skráð til leiks. Róbert Wessman hafi til að mynda fengið sterka einstaklinga í sitt lið og þá er hjólreiðakappinn Hafsteinn Ægir Geirsson í sterku liði. „Hjólaleggurinn vegur þyngt. Það er lengsti leggurinn þannig að menn vinna hlutfallslega upp mestan tíma þar," segir Kári Steinn. Fróðlegt verður að fylgjast með keppni í hjólreiðunum en svo skemmtilega vill til að fremsta hjólreiðafólk landsins, Hafsteinn Ægir og María Ögn, eru par. Allar frekari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu 3SH. Skráningu í keppnina lýkur í dag klukkan 18.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira