Breytingar hafa verið gerðar á stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vegna fráfalls Ólafs E. Rafnssonar, forseta sambandsins, þann 19. júní síðastliðinn.
Lárus Blöndal varaforseti tók við embætti forseta ÍSÍ við fráfalls Ólafs eins og lög gera ráð fyrir.
Framkvæmdarstjórn ÍSÍ fundaði svo í gær og skipaði Helgu Steinunni Guðmundsdóttur í embætti varaforseta í stað Lárusar. Sigríður Jónsdóttir er nýr ritari en Gunnar Bragason mun áfram gegn embætti gjaldkera.
