Vikernes var handtekinn á heimili sínu í Corrèze í morgun, en hann var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 1994 fyrir morðið á Øystein Aarseth, gítarleikara svartmálmsveitarinnar Mayhem, árið áður.
Vikernes, sem var einnig meðlimur sveitarinnar, fékk reynslulausn úr fangelsi í ársbyrjun 2009. Hann er yfirlýstur nýnasisti og virkur bloggari.
Lögreglan er sögð hafa komist á snoðir um fyrirætlanir Vikernes þegar hann fékk sent eintak af stefnuyfirlýsingu norska fjöldamorðingjans Anders Breiviks, og lét til skarar skríða þegar eiginkona Vikernes keypti fjóra riffla.
Heimildamynd um Vikernes frá árinu 2009.