Samdráttur í sölu veldur forstjóra Coca Cola gremju Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2013 19:15 Slæmt veður dregur úr sölu á Coca Cola og er veðurfar ein af ástæðunum sem fyrirtækið gefur upp fyrir dræmri sölu á öðrum ársfjórðungi. Coca Cola, sem er stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims miðað við tekjur, tilkynnti í dag að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Muhtar Kent, forstjóri Coca Cola Company, kvaðst afar ósáttur með afkomuna á fundi með greiningaraðilum í dag, en greint er frá þessu á vef Financial Times. Ástæður fyrir samdrætti í tekjum eru sagðar slæmt veðurfar og neikvæðar horfur í efnagslífinu á heimsvísu, eins og minnkandi kaupmáttur. Tekjur drógust saman niður í 2,68 milljarða dollara úr 2,79 milljörðum dollara á sama tíma í fyrra.Færri svala þorstanum í sögulega köldu veðri Coca Cola Company tilgreinir helst lélegar horfur í efnahagsmálum í Evrópu, Asíu og rómönsku ameríku og „sögulega blautt og kalt veðurfar“ á öðrum ársfjórðungi, en margir svala þorstanum í hita með ískaldri kók. Í Evrópu og Indlandi voru flóð í vor og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna var snjókoma í apríl, sem þykir óvenjulegt. Þá var júní óvenju vætusamur vestanhafs. Minnkandi kaupmáttur hefur jafnframt dregið úr markaði fyrir gosdrykki og aðra drykkjarvöru án áfengis. Forvitnilegt væri að sjá hvort sala á kóki sé jafn næm fyrir slæmu veðurfari hér á landi, en júní og júlí hafa verið mjög vætusamir, meira að segja á íslenskan mælikvarða og margir Íslendingar hafa ferðast suður á bóginn í leit að einhverju betra.Ágætis rekstur á Vífilfelli Ágætis rekstur er á Vífilfelli, söluaðila Coca Cola á Íslandi, en fyrirtækið var keypt af Cobega, framleiðanda og dreifingaraðila Coca Cola á Spáni í byrjun árs 2011 í tengslum við skuldauppgjör Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn hafði sjálfur milligöngu um að hið spænska félag kæmi að kaupunum en hann hafði áður verið í viðræðum við kröfuhafa vegna skuldauppgjörsins. Síðasti birti ársreikningur Vífilfells er fyrir árið 2010 samkvæmt ársreikningaskrá en þá hagnaðist fyrirtækið um 1,8 milljarða króna en eigið fé í lok árs var jákvætt um 2,9 milljarða króna. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Þorsteinn enn hjá fyrirtækinu sem ráðgjafi nýrra eigenda. Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Coca Cola, sem er stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims miðað við tekjur, tilkynnti í dag að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Muhtar Kent, forstjóri Coca Cola Company, kvaðst afar ósáttur með afkomuna á fundi með greiningaraðilum í dag, en greint er frá þessu á vef Financial Times. Ástæður fyrir samdrætti í tekjum eru sagðar slæmt veðurfar og neikvæðar horfur í efnagslífinu á heimsvísu, eins og minnkandi kaupmáttur. Tekjur drógust saman niður í 2,68 milljarða dollara úr 2,79 milljörðum dollara á sama tíma í fyrra.Færri svala þorstanum í sögulega köldu veðri Coca Cola Company tilgreinir helst lélegar horfur í efnahagsmálum í Evrópu, Asíu og rómönsku ameríku og „sögulega blautt og kalt veðurfar“ á öðrum ársfjórðungi, en margir svala þorstanum í hita með ískaldri kók. Í Evrópu og Indlandi voru flóð í vor og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna var snjókoma í apríl, sem þykir óvenjulegt. Þá var júní óvenju vætusamur vestanhafs. Minnkandi kaupmáttur hefur jafnframt dregið úr markaði fyrir gosdrykki og aðra drykkjarvöru án áfengis. Forvitnilegt væri að sjá hvort sala á kóki sé jafn næm fyrir slæmu veðurfari hér á landi, en júní og júlí hafa verið mjög vætusamir, meira að segja á íslenskan mælikvarða og margir Íslendingar hafa ferðast suður á bóginn í leit að einhverju betra.Ágætis rekstur á Vífilfelli Ágætis rekstur er á Vífilfelli, söluaðila Coca Cola á Íslandi, en fyrirtækið var keypt af Cobega, framleiðanda og dreifingaraðila Coca Cola á Spáni í byrjun árs 2011 í tengslum við skuldauppgjör Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn hafði sjálfur milligöngu um að hið spænska félag kæmi að kaupunum en hann hafði áður verið í viðræðum við kröfuhafa vegna skuldauppgjörsins. Síðasti birti ársreikningur Vífilfells er fyrir árið 2010 samkvæmt ársreikningaskrá en þá hagnaðist fyrirtækið um 1,8 milljarða króna en eigið fé í lok árs var jákvætt um 2,9 milljarða króna. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Þorsteinn enn hjá fyrirtækinu sem ráðgjafi nýrra eigenda.
Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira