Viðskipti erlent

BBC hættir útsendingum í þrívídd

Jóhannes Stefánsson skrifar
Útsendingar í þrívídd hafa ekki átt upp á pallborðið hjá sjónvarpsáhorfendum
Útsendingar í þrívídd hafa ekki átt upp á pallborðið hjá sjónvarpsáhorfendum GETTY
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur ákveðið að hætta sjónvarpsútsengingum í þrívídd. Yfirmaður verkefnisins segir að ekki standi til að hefja útsendingarnar að nýju, endi hafi þjónustan lítið verið notuð af áhorfendum.

Þrátt fyrir að um ein og hálf milljón manna hafi yfir að búa sjónvarpi sem geti sýnt þrívíddarmyndir hafi einungis 5% þeirra nýtt sér þjónustuna, sem var undir væntingum.

„Ég hef aldrei orðið vör við mikla eftirspurn eftir sjónvarpi í þrívídd hér í landi. Það er nokkur fyrirhöfn að horfa á slíkar útsendingar vegna þess að það þarf að setja á sig sérstök gleraugu svo hægt sé að horfa."

Önnur lögmál virðast gilda um kvikmyndahús, sem hafa tekið þrívíddartækninni fagnandi.

Nánar er fjallað um málið á vef Guardian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×