Framtíðin í gipsum kynnt til sögunnar Jóhannes Stefánsson skrifar 5. júlí 2013 22:55 Evill vonast til að gipsið leysi helstu vandamál þess sem fyrir er. JAKE EVILL/WIRED Ný og byltingarkennd tækni við þrívíddarprentun hefur nú orðið til þess að hægt er að prenta gips utan um útlimi fólks sem er með brotin bein. Hefðbundin gips eru oft þung og óþægileg og eiga það til að verða skítug og lykta illa. Þetta kann brátt að heyra sögunni til, því ný tegund gipsa er þeim kostum gætt að vera allt í senn létt og meðfærilegt auk þess að vera úr plasti og koltrefjum, sem hrinda frá sér óhreinindum. Uppfinningamaðurinn Jake Evill við Victoria háskólann í Wellington á Nýja sjálandi fékk hugmyndina að „prentaða" gipsinu þegar hann handleggsbrotnaði sjálfur. „Ég var mjög hissa þegar ég fann á eigin skinni hversu ómeðfærilegt hefðbundna gipsið var," sagði Evill í samtali við Wired. „Að vefja hendina inn í tvö kíló af klunnalegu, og bráðum skítugu og kláðavaldandi gipsi virkaði einhvernveginn fornfálegt á mig." Hann hefur nú gefið út frumgerðina sem kallast Cortex, en hún er enn í prófun þar sem Evill reynir að komast að því hvaða efni hentar best til verksins. Hefðbundið handleggsgips af Cortex gerð er um þriggja millimetra þykkt og minna en 500 grömm. Þá má fara með slíkt gips undir vatn og því getur hinn slasaði farið í sturtu með útliminn, ólíkt því sem gildir um hið hefðbundna gips. Þetta kemur fram á vef Wired.com Mest lesið Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ný og byltingarkennd tækni við þrívíddarprentun hefur nú orðið til þess að hægt er að prenta gips utan um útlimi fólks sem er með brotin bein. Hefðbundin gips eru oft þung og óþægileg og eiga það til að verða skítug og lykta illa. Þetta kann brátt að heyra sögunni til, því ný tegund gipsa er þeim kostum gætt að vera allt í senn létt og meðfærilegt auk þess að vera úr plasti og koltrefjum, sem hrinda frá sér óhreinindum. Uppfinningamaðurinn Jake Evill við Victoria háskólann í Wellington á Nýja sjálandi fékk hugmyndina að „prentaða" gipsinu þegar hann handleggsbrotnaði sjálfur. „Ég var mjög hissa þegar ég fann á eigin skinni hversu ómeðfærilegt hefðbundna gipsið var," sagði Evill í samtali við Wired. „Að vefja hendina inn í tvö kíló af klunnalegu, og bráðum skítugu og kláðavaldandi gipsi virkaði einhvernveginn fornfálegt á mig." Hann hefur nú gefið út frumgerðina sem kallast Cortex, en hún er enn í prófun þar sem Evill reynir að komast að því hvaða efni hentar best til verksins. Hefðbundið handleggsgips af Cortex gerð er um þriggja millimetra þykkt og minna en 500 grömm. Þá má fara með slíkt gips undir vatn og því getur hinn slasaði farið í sturtu með útliminn, ólíkt því sem gildir um hið hefðbundna gips. Þetta kemur fram á vef Wired.com
Mest lesið Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira