Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 0-3 | KR í undanúrslit Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 7. júlí 2013 14:05 Eyjamenn og KR-ingar áttust við í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla í Vestmannaeyjum á Hásteinsvelli í dag. Fyrir leikinn var búist við hörkuleik þar sem oft er heitt í hamsi þegar þessi tvö lið mætast. Leikurinn fór fjörlega af stað, en eftir 33 mínútur voru Eyjamenn með tök á leiknum en á 34. mínútu var Aaron Spear vikið af velli þegar að hann og Gunnar Þór vinstri bakvörður KR-inga voru að kítast úti við hliðarlínu. Gunnar Þór hrundi í jörðina með tilþrifum og Magnús Þórisson sá engan annan kost í stöðunni en að reka Bretann af velli. Þrátt fyrir brottrekstur Aaron Spear voru Eyjamenn heilt yfir betri aðilinn og gáfu nánast engin færi á sér. Brynjar Gauti fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann setti boltann yfir mark KR eftir hornspyrnu. Þegar seinni hálfleikur hófst tóku röndóttir KR-ingar völdin og fóru að halda boltanum á milli sín, en eftir um það bil 70 mínútna leik fékk Atli Sigurjónsson boltann og keyrði á vörn Eyjamanna þar til hann var felldur af Brynjari Gauta Guðjónssyni rúma 20 metra frá marki. Óskar Örn Hauksson gerði sér lítið fyrir og skoraði fallegt mark. Þegar að KR-ingarnir skoruðu þetta mark opnuðust allar flóðgáttir og átti Kjartan Henry Finnbogason mikinn þátt í því en hann skilaði boltanum í netið eftir 76 mínútna leik. Kjartan var ekki hættur og skoraði annað mark sitt eftir að hafa einungis verið inná vellinum í þréttán mínútur. Kjartann fékk þá alltof mikinn tíma í teig heimamanna og nýtti hann vel. Ballið var ekki búið þrátt fyrir þriggja marka forystu KR en Ragnari Péturssyni ungum leikmanni ÍBV var vikið af velli fyrir brot á Gunnari Þór Gunnarssyni, þá fór Hannes Þór Halldórsson markmaður KR-inga alveg út að hliðarlínu og virtist taka í hálsinn á Ragnari, Magnús Þórisson gaf honum gult spjald fyrir það. Þessi sigur KR-inga hlýtur að gefa þeim gott veganesti fyrir Evrópuleik þeirra gegn Glentoran á fimmtudaginn en fyrri leikur liðanna fór 0-0. Gestirnir eru því komnir í undanúrslit en þeir hafa unnið bikarinn 2 ár í röð og stefna á bikarmeistaratitilinn í haust. Hermann Hreiðarsson: Þetta var eins og hver önnur tækling á vellinum„Það var jafnræði á með liðunum, fram að 72. mínútu, þá skora þeir þetta mark og þetta verður erfitt fyrir okkur,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna gegn KR í Vestmannaeyjum í dag. „Við vorum manni færri og menn búnir að eyða gríðarlegri orku, en upp að 72. mínútu er þetta bara 50/50 leikur þar sem við áttum alveg jafn góð færi og þeir,“ sagði Hemmi þegar hann var spurður út í hvað var valdur þess að KR-ingar gengu á lagið í lokin. „Fyrra rauða spjaldið er klaufalegt, stórskammarlegt, því að Aaron stendur kjurr þegar að Gunnar kemur að honum og ögrar honum þá ýtir Aaron honum aðeins frá sér, Gunnar hendir sér niður og Aaron fær rautt,“ sagði Hemmi sem var mjög ósáttur með fyrra rauða spjaldið, um seinna rauða spjaldið hafði hann þetta að segja: „Þetta var eins og hver önnur tækling á vellinum, það virðist vera voða þægilegt að gefa okkur ekki neitt.“ Baldur Sigurðsson: Við vorum síst betri aðilinn„Þetta er annar sigurinn hér í sumar og það er virkilega sætt að koma hérna aftur í bikarnum á erfiðasta útivelli landsins, ég segi það og skrifa. Við vorum síst betri aðilinn, ÍBV voru virkilega góðir, fullt hrós til þeirra,“ sagði Baldur Sigurðsson eftir 0-3 sigur sinna manna á því sem hann kallar erfiðasta útivelli landsins. „Fyrsta markið hjá Skara og góður varnarleikur, við vorum alveg klárir á að fara í framlenginu og vítaspyrnukeppni ef þess þyrfti, við vissum að við myndum eiga undir högg að sækja, sem varð svo raunin,“ sagði Baldur þegar hann var spurður að því hvað skóp sigurinn, en Eyjamenn voru síst verri aðilinn í leiknum þrátt fyrir að leika manni færri í tæplega klukkutíma. „Mér finnst þetta rautt spjald, ofsafull framkoma er alltaf rautt spjald, þetta er bara heimskulegt,“ sagði Baldur í lokin er hann var spurður um fyrra rauða spjald Eyjamanna. Rúnar Kristinsson: Eina leiðin til að komast áfram er að sigra„Já ég er mjög ánægður, eina leiðin til að komast áfram er að sigra og við gerðum það,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir sigur sinna manna í dag, KR-ingar eru komnir í undanúrslit bikarsins fyrstir liða og á góðri leið að þriðja bikarmeistaratitli sínum á jafn mörgum árum. „Dugnaður alls liðsins, við vorum duglegir að hlaupa og verjast, þegar við fengum sénsinn þá nýttum við hann,“ sagði Rúnar sem var virkilega ánægður með sína menn, um rauðu spjöldinn hafði Rúnar þetta að segja: „þetta eru bara klár rauð spjöld, ekki spurning.“ Kjartan Henry Finnbogason kom inná þegar um það bil 20 mínútur lifðu leiks, Rúnar segist hafa verið mjög ángæður með Kjartan en hann skoraði tvö mörk. „Við erum að reyna að gefa honum eins margar mínútur og við getum, við þurftum á slíkum manni að halda til að klára þennan leik,“ sagði Rúnar loks. Íslenski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Eyjamenn og KR-ingar áttust við í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla í Vestmannaeyjum á Hásteinsvelli í dag. Fyrir leikinn var búist við hörkuleik þar sem oft er heitt í hamsi þegar þessi tvö lið mætast. Leikurinn fór fjörlega af stað, en eftir 33 mínútur voru Eyjamenn með tök á leiknum en á 34. mínútu var Aaron Spear vikið af velli þegar að hann og Gunnar Þór vinstri bakvörður KR-inga voru að kítast úti við hliðarlínu. Gunnar Þór hrundi í jörðina með tilþrifum og Magnús Þórisson sá engan annan kost í stöðunni en að reka Bretann af velli. Þrátt fyrir brottrekstur Aaron Spear voru Eyjamenn heilt yfir betri aðilinn og gáfu nánast engin færi á sér. Brynjar Gauti fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann setti boltann yfir mark KR eftir hornspyrnu. Þegar seinni hálfleikur hófst tóku röndóttir KR-ingar völdin og fóru að halda boltanum á milli sín, en eftir um það bil 70 mínútna leik fékk Atli Sigurjónsson boltann og keyrði á vörn Eyjamanna þar til hann var felldur af Brynjari Gauta Guðjónssyni rúma 20 metra frá marki. Óskar Örn Hauksson gerði sér lítið fyrir og skoraði fallegt mark. Þegar að KR-ingarnir skoruðu þetta mark opnuðust allar flóðgáttir og átti Kjartan Henry Finnbogason mikinn þátt í því en hann skilaði boltanum í netið eftir 76 mínútna leik. Kjartan var ekki hættur og skoraði annað mark sitt eftir að hafa einungis verið inná vellinum í þréttán mínútur. Kjartann fékk þá alltof mikinn tíma í teig heimamanna og nýtti hann vel. Ballið var ekki búið þrátt fyrir þriggja marka forystu KR en Ragnari Péturssyni ungum leikmanni ÍBV var vikið af velli fyrir brot á Gunnari Þór Gunnarssyni, þá fór Hannes Þór Halldórsson markmaður KR-inga alveg út að hliðarlínu og virtist taka í hálsinn á Ragnari, Magnús Þórisson gaf honum gult spjald fyrir það. Þessi sigur KR-inga hlýtur að gefa þeim gott veganesti fyrir Evrópuleik þeirra gegn Glentoran á fimmtudaginn en fyrri leikur liðanna fór 0-0. Gestirnir eru því komnir í undanúrslit en þeir hafa unnið bikarinn 2 ár í röð og stefna á bikarmeistaratitilinn í haust. Hermann Hreiðarsson: Þetta var eins og hver önnur tækling á vellinum„Það var jafnræði á með liðunum, fram að 72. mínútu, þá skora þeir þetta mark og þetta verður erfitt fyrir okkur,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna gegn KR í Vestmannaeyjum í dag. „Við vorum manni færri og menn búnir að eyða gríðarlegri orku, en upp að 72. mínútu er þetta bara 50/50 leikur þar sem við áttum alveg jafn góð færi og þeir,“ sagði Hemmi þegar hann var spurður út í hvað var valdur þess að KR-ingar gengu á lagið í lokin. „Fyrra rauða spjaldið er klaufalegt, stórskammarlegt, því að Aaron stendur kjurr þegar að Gunnar kemur að honum og ögrar honum þá ýtir Aaron honum aðeins frá sér, Gunnar hendir sér niður og Aaron fær rautt,“ sagði Hemmi sem var mjög ósáttur með fyrra rauða spjaldið, um seinna rauða spjaldið hafði hann þetta að segja: „Þetta var eins og hver önnur tækling á vellinum, það virðist vera voða þægilegt að gefa okkur ekki neitt.“ Baldur Sigurðsson: Við vorum síst betri aðilinn„Þetta er annar sigurinn hér í sumar og það er virkilega sætt að koma hérna aftur í bikarnum á erfiðasta útivelli landsins, ég segi það og skrifa. Við vorum síst betri aðilinn, ÍBV voru virkilega góðir, fullt hrós til þeirra,“ sagði Baldur Sigurðsson eftir 0-3 sigur sinna manna á því sem hann kallar erfiðasta útivelli landsins. „Fyrsta markið hjá Skara og góður varnarleikur, við vorum alveg klárir á að fara í framlenginu og vítaspyrnukeppni ef þess þyrfti, við vissum að við myndum eiga undir högg að sækja, sem varð svo raunin,“ sagði Baldur þegar hann var spurður að því hvað skóp sigurinn, en Eyjamenn voru síst verri aðilinn í leiknum þrátt fyrir að leika manni færri í tæplega klukkutíma. „Mér finnst þetta rautt spjald, ofsafull framkoma er alltaf rautt spjald, þetta er bara heimskulegt,“ sagði Baldur í lokin er hann var spurður um fyrra rauða spjald Eyjamanna. Rúnar Kristinsson: Eina leiðin til að komast áfram er að sigra„Já ég er mjög ánægður, eina leiðin til að komast áfram er að sigra og við gerðum það,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir sigur sinna manna í dag, KR-ingar eru komnir í undanúrslit bikarsins fyrstir liða og á góðri leið að þriðja bikarmeistaratitli sínum á jafn mörgum árum. „Dugnaður alls liðsins, við vorum duglegir að hlaupa og verjast, þegar við fengum sénsinn þá nýttum við hann,“ sagði Rúnar sem var virkilega ánægður með sína menn, um rauðu spjöldinn hafði Rúnar þetta að segja: „þetta eru bara klár rauð spjöld, ekki spurning.“ Kjartan Henry Finnbogason kom inná þegar um það bil 20 mínútur lifðu leiks, Rúnar segist hafa verið mjög ángæður með Kjartan en hann skoraði tvö mörk. „Við erum að reyna að gefa honum eins margar mínútur og við getum, við þurftum á slíkum manni að halda til að klára þennan leik,“ sagði Rúnar loks.
Íslenski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira