Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Breiðablik 1-5 Eyþór Atli Einarsson skrifar 7. júlí 2013 14:55 Breiðablik var því miður of stór biti fyrir Víking í Borgunarbikarnum í kvöld. Heimamenn í Víkingi byrjuðu fyrri hálfleikinn þó af nokkrum krafti og héldu lengi vel í vonina um að komast í undanúrslitin. Blikar skoruðu mark á áttundu mínútu og gáfu tóninn. Nichlas Rohde fékk þá fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni og tók boltann á kassann og skoraði svo með góðu vinstrifótarskoti. Vörn Víkinga ekki á tánum í markinu. Víkingar gáfust ekki upp og fengu ágætis færi fljótlega eftir fyrsta mark Blika þegar Pape Mamadou Faye fékk boltann fyrir framan markið en gestirnir komust fyrir skotið. Það var svo á 34. mínútu að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður gestanna, fékk sendingu inn fyrir og lék á varnarmann og smellti boltanum í fjærhornið. Fallegt mark og Blikar komnir með tveggja marka forystu. Þannig var staðan í hálfleik og Breiðablik búnir að nýta sín færi vel á meðan Víkingur kom tuðrunni ekki í netið þrátt fyrir nokkur tækifæri. Í síðari hálfleik mættu Víkingar ofjörlum sínum og má segja að munurinn á topplði í fyrstu deild og toppliði í efstu deild hafi komið bersýnilega í ljós. Leikmenn Kópavogsliðsins réðu öllum lögum og lofum á vellinum og þeir opnuðu vörn Víkinga hvað eftir annað. Strax á fimmtu mínútu síðari hálfleiks skoraði Ellert Hreinsson fallegt mark eftir sendingu frá Andra Rafni Yeoman. Á 65. mínútu skoraði Kristinn Jónsson verulega snyrtilegt mark þegar hann fékk sendingu frá Árna Vilhjálmssyni út á kantinn og lék boltanum upp að endamörkum. Það bjuggust flestir við því að Kristinn renndi boltanum út í teiginn en öllum að óvörum vippaði hann skemmtilega yfir Ingvar Þór Kale í marki Víkinga. Staðan orðin 4-0 Blikum í vil. Varamenn heimamanna Arnþór Ingi Kristinsson og Viktor Jónsson komu inn á völlinn snemma í síðari hálfleik og áttu þeir heiðurinn þegar Víkingar minnkuðu muninn í 4-1. Viktor gaf þá flotta fyrirgjöf sem Arnþór Ingi skallaði örugglega í netið. Lengra komust Víkingar ekki en Blikar bættu við marki á 79. mínútu þegar Nichlas Rohde skoraði annað mark sitt. Hann fékk boltann inn í teig og tók svo hælspyrnu fyrir varnarmann Víkinga og lagði boltann í netið. Lokatölur 5-1 fyrir Breiðablik. Það má segja að þessi leikur hafi verið leikur kattarins að músinni og munurinn á liðunum hafi verið of mikill. Blikar skoruðu snemma og því var á brattann að sækja fyrir Víking. Þeir gáfust þó ekki upp og sköpuðu sér nokkur færi en í síðari hálfleik voru gestirnir búnir að koma sér í þægilega stöðu og gátu leyft sér að slaka aðeins á klónni og spara orkuna fyrir næsta leik sem verður í Evrópukeppninni gegn FC Santa Coloma úti í Andorra. Óli Þórðar: Klassa- og gæðamunur á þessum liðum.„Það var klassa- og gæðamunur á þessum liðum. Mér fannst þetta allt í lagi í fyrri hálfleik. Þeir skora úr tveimur færum sem þeir skapa sér á meðan við sköpum okkur tvö færi og klúðrum báðum.“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings súr eftir tap gegn Breiðabliki í kvöld. „Í stöðunni 2-0 erum við bara úr leik og því bættum við í sóknarleikinn. Við fengum þá á okkur mark og við það misstu menn svolítið hausinn.“ „Mér fannst við koma svo til baka hægt og rólega en engu að síður refsuðu Blikarnir okkur illa og við hlaupum mikið út úr stöðum.“ „Þetta er kannski munurinn á efstu liðunum í Pepsideildinni og efstu liðunum í 1. deildinni.“ „Deildin er aðalmálið og það er alltaf þannig. Við vorum engu að síður með í bikarnum og það hefði verið gaman að komast lengra en því miður þá tókst það ekki.“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Ólafur Kristjánsson: Menn eyddu ekki of mikilli orku í leikinn.„Víkingsliðið kom til leiks með það markmið að loka á spilaleiðir hjá okkur og við gengum pínulítið í þá gildru af og til í fyrri hálfleik í stað þess að láta boltann rúlla og teyma þá út úr stöðum. Um leið og við áttuðum okkur á því að það þýddi ekkert að spila boltanum beint í gegnum miðjuna fannst mér við ná góðum tökum á þessu.“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur sinna manna á Víkingum í kvöld. „Við kláruðum þetta sannfærandi og ég er ánægður með það. Ég var líka ánægður með það að menn eyddu ekki of mikilli orku í þessum leik. Þetta var orðið nokkuð öruggt þannig að, án þess að vanvirða Víkinga, þá gátu menn leyft sér að slaka aðeins á klónni.“ „Þetta er í það minnsta sá munur sem ég vil sjá á mínu liði og liði úr fyrstu deild.“ „Það er ágætis taktur í liðinu. Varnarleikurinn er traustur og menn framar á vellinum farnir að skora öðru hverju.“ „Ellert (Hreinsson) sagði um daginn að þetta verður engin menningarreisa. Við verðum að fara þarna út til að klára þetta einvígi og vera einbeittir í því. Það er auðvelt að missa einbeitingu ef menn eru of mikið að skoða kirkjur og annað.“ sagði Óli léttur í bragði spurður út í næsta leik sem verður seinni leikur þeirra gegn FC Santa Coloma í Evrópukeppninni. Elfar Árni Aðalsteinsson: Rétt hittumst til að kíkja í pottinn„Það er mjög ánægjulegt að komast áfram í dag. Víkingarnir eru með fínt lið og við vissum að við fengjum alvöru baráttu frá þeim og því var mjög gott að vinna þennan leik.“ sagði markaskorarinn Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Víkingum í kvöld. „Við náðum inn marki snemma sem er mjög mikilvægt í svona leik. Þeir misstu þá aðeins trúna og við gengum á lagið og náðum að gera út um þetta frekar snemma.“ „Við ætluðum að klára þennan leik á fullu allan tímann. Þó að það sé þétt á milli leikja þá viljum við halda áfram að eiga góða leiki. Það tókst í dag. Núna eru þetta næstum eingöngu leikir og við rétt hittumst til að kíkja í pottinn og svo kemur næsti leikur.“ „Það er gaman að vinna stórt en það telur engu að síður alveg jafnmikið og við ætlum að halda áfram að vinna.“ „Mér líst mjög vel á verkefnið framundan. Við fljúgum út strax á þriðjudaginn. Ég hef aldrei spilað í Evrópukeppni áður og það er gaman að taka þátt í því.“ sagði Elfar Árni að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Breiðablik var því miður of stór biti fyrir Víking í Borgunarbikarnum í kvöld. Heimamenn í Víkingi byrjuðu fyrri hálfleikinn þó af nokkrum krafti og héldu lengi vel í vonina um að komast í undanúrslitin. Blikar skoruðu mark á áttundu mínútu og gáfu tóninn. Nichlas Rohde fékk þá fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni og tók boltann á kassann og skoraði svo með góðu vinstrifótarskoti. Vörn Víkinga ekki á tánum í markinu. Víkingar gáfust ekki upp og fengu ágætis færi fljótlega eftir fyrsta mark Blika þegar Pape Mamadou Faye fékk boltann fyrir framan markið en gestirnir komust fyrir skotið. Það var svo á 34. mínútu að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður gestanna, fékk sendingu inn fyrir og lék á varnarmann og smellti boltanum í fjærhornið. Fallegt mark og Blikar komnir með tveggja marka forystu. Þannig var staðan í hálfleik og Breiðablik búnir að nýta sín færi vel á meðan Víkingur kom tuðrunni ekki í netið þrátt fyrir nokkur tækifæri. Í síðari hálfleik mættu Víkingar ofjörlum sínum og má segja að munurinn á topplði í fyrstu deild og toppliði í efstu deild hafi komið bersýnilega í ljós. Leikmenn Kópavogsliðsins réðu öllum lögum og lofum á vellinum og þeir opnuðu vörn Víkinga hvað eftir annað. Strax á fimmtu mínútu síðari hálfleiks skoraði Ellert Hreinsson fallegt mark eftir sendingu frá Andra Rafni Yeoman. Á 65. mínútu skoraði Kristinn Jónsson verulega snyrtilegt mark þegar hann fékk sendingu frá Árna Vilhjálmssyni út á kantinn og lék boltanum upp að endamörkum. Það bjuggust flestir við því að Kristinn renndi boltanum út í teiginn en öllum að óvörum vippaði hann skemmtilega yfir Ingvar Þór Kale í marki Víkinga. Staðan orðin 4-0 Blikum í vil. Varamenn heimamanna Arnþór Ingi Kristinsson og Viktor Jónsson komu inn á völlinn snemma í síðari hálfleik og áttu þeir heiðurinn þegar Víkingar minnkuðu muninn í 4-1. Viktor gaf þá flotta fyrirgjöf sem Arnþór Ingi skallaði örugglega í netið. Lengra komust Víkingar ekki en Blikar bættu við marki á 79. mínútu þegar Nichlas Rohde skoraði annað mark sitt. Hann fékk boltann inn í teig og tók svo hælspyrnu fyrir varnarmann Víkinga og lagði boltann í netið. Lokatölur 5-1 fyrir Breiðablik. Það má segja að þessi leikur hafi verið leikur kattarins að músinni og munurinn á liðunum hafi verið of mikill. Blikar skoruðu snemma og því var á brattann að sækja fyrir Víking. Þeir gáfust þó ekki upp og sköpuðu sér nokkur færi en í síðari hálfleik voru gestirnir búnir að koma sér í þægilega stöðu og gátu leyft sér að slaka aðeins á klónni og spara orkuna fyrir næsta leik sem verður í Evrópukeppninni gegn FC Santa Coloma úti í Andorra. Óli Þórðar: Klassa- og gæðamunur á þessum liðum.„Það var klassa- og gæðamunur á þessum liðum. Mér fannst þetta allt í lagi í fyrri hálfleik. Þeir skora úr tveimur færum sem þeir skapa sér á meðan við sköpum okkur tvö færi og klúðrum báðum.“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings súr eftir tap gegn Breiðabliki í kvöld. „Í stöðunni 2-0 erum við bara úr leik og því bættum við í sóknarleikinn. Við fengum þá á okkur mark og við það misstu menn svolítið hausinn.“ „Mér fannst við koma svo til baka hægt og rólega en engu að síður refsuðu Blikarnir okkur illa og við hlaupum mikið út úr stöðum.“ „Þetta er kannski munurinn á efstu liðunum í Pepsideildinni og efstu liðunum í 1. deildinni.“ „Deildin er aðalmálið og það er alltaf þannig. Við vorum engu að síður með í bikarnum og það hefði verið gaman að komast lengra en því miður þá tókst það ekki.“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Ólafur Kristjánsson: Menn eyddu ekki of mikilli orku í leikinn.„Víkingsliðið kom til leiks með það markmið að loka á spilaleiðir hjá okkur og við gengum pínulítið í þá gildru af og til í fyrri hálfleik í stað þess að láta boltann rúlla og teyma þá út úr stöðum. Um leið og við áttuðum okkur á því að það þýddi ekkert að spila boltanum beint í gegnum miðjuna fannst mér við ná góðum tökum á þessu.“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur sinna manna á Víkingum í kvöld. „Við kláruðum þetta sannfærandi og ég er ánægður með það. Ég var líka ánægður með það að menn eyddu ekki of mikilli orku í þessum leik. Þetta var orðið nokkuð öruggt þannig að, án þess að vanvirða Víkinga, þá gátu menn leyft sér að slaka aðeins á klónni.“ „Þetta er í það minnsta sá munur sem ég vil sjá á mínu liði og liði úr fyrstu deild.“ „Það er ágætis taktur í liðinu. Varnarleikurinn er traustur og menn framar á vellinum farnir að skora öðru hverju.“ „Ellert (Hreinsson) sagði um daginn að þetta verður engin menningarreisa. Við verðum að fara þarna út til að klára þetta einvígi og vera einbeittir í því. Það er auðvelt að missa einbeitingu ef menn eru of mikið að skoða kirkjur og annað.“ sagði Óli léttur í bragði spurður út í næsta leik sem verður seinni leikur þeirra gegn FC Santa Coloma í Evrópukeppninni. Elfar Árni Aðalsteinsson: Rétt hittumst til að kíkja í pottinn„Það er mjög ánægjulegt að komast áfram í dag. Víkingarnir eru með fínt lið og við vissum að við fengjum alvöru baráttu frá þeim og því var mjög gott að vinna þennan leik.“ sagði markaskorarinn Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Víkingum í kvöld. „Við náðum inn marki snemma sem er mjög mikilvægt í svona leik. Þeir misstu þá aðeins trúna og við gengum á lagið og náðum að gera út um þetta frekar snemma.“ „Við ætluðum að klára þennan leik á fullu allan tímann. Þó að það sé þétt á milli leikja þá viljum við halda áfram að eiga góða leiki. Það tókst í dag. Núna eru þetta næstum eingöngu leikir og við rétt hittumst til að kíkja í pottinn og svo kemur næsti leikur.“ „Það er gaman að vinna stórt en það telur engu að síður alveg jafnmikið og við ætlum að halda áfram að vinna.“ „Mér líst mjög vel á verkefnið framundan. Við fljúgum út strax á þriðjudaginn. Ég hef aldrei spilað í Evrópukeppni áður og það er gaman að taka þátt í því.“ sagði Elfar Árni að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira