Munu ekki setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar með breytingar á Landsdóm Jóhannes Stefánsson skrifar 30. júní 2013 14:58 Katrín Jakobsdóttir segir að vilji sé innan Vinstri grænna til að breyta lögum um landsdóm. Stefán Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir eðilegt að lög um Landsdóm séu tekin til endurskoðunar og að ekki sé pólitísk andstaða innan flokksins við fyrirhugaðar breytingar. Bjarni Benediktsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ríkisstjórnin hygðist hefjast handa við að breyta lögum um Landsdóm í því skyni að leggja hann niður. Þetta sé meðal annars vegna nýútgefinnar ályktunar Evrópuráðsþingsins um að ekki skuli hátta málum með þeim hætti eins og gert var í landsdómsmáli Geirs. „Mér finnst eðlilegt að Alþingi taki þátt í því að endurskoða þessi lög og hef verið þeirrar skoðunar lengi. Þetta er gömul lagasetning og margir í minni hreyfingu hafa veirð þeirrar skoðunar og viðrað þær langt aftur í tímann að það bæri að endurskoða þessi lög. Ég á von á því að við munum taka þátt í því," segir Katrín um málið. Þá sendi Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði ályktunina stórsigur fyrir sig og að hún sýndi að málið hefði verið litað af pólitísku ofstæki.Málshöfðunin á hendur Geir ekki mistökAðspurð hvort hún telji málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde hafa verið mistök í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins segir Katrín: „Þarna var verið að fylgja lagabókstafnum að einhverju leyti eins og hann er," og bætir svo við: „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það hvernig við getum endurskoðað þetta lagaumhverfi." Hún segir þörf á umræðu um hvernig rétt sé að ráðherrar sæti pólitískri ábyrgð. „Það er alltaf spurning um það hvernig pólitísk ábyrgð er framkölluð. Það er eitt af því sem er til umfjöllunar í þessari ályktun Evrópuráðsþingsins, það er hvort pólitísk ábyrgð felist ekki bara fyrst og fremst í mati kjósenda á hverjum tíma. Síðan auðvitað getur verið grátt svæði þar á milli þegar kemur að vanrækslu og öðru slíku." Katrín bendir á að í Danmörku sé að finna sambærileg lög við íslensku landsdómslögin og að þar hafi ráðherrar verið látnir sæta refsiábyrgð. Katrín segir það hafa verið sína pólitísku sannfæringu að til að fara eftir lögum ætti að ákæra Geir, Björgvin G Sigursson, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Það var tillaga gerð um fjóra ráðherra á sínum tíma og alþingismenn greiddu á sínum tíma á mismunandi hátt. Tillaga þingmannanefdnarinnar var að fjórir ráðherrar yrðu látnir sæta ábyrgð og ég greiddi atkvæði með því enda taldi ég það samræmast lagabókstaðnum eins og hann er." Hún bætir svo við: „Mín pólitíska sannfæring er sú að það sé eðilegt að endurskoða þessi lög og þau eru í gildi. Tillaga nefndarinnar var sú að ef fara ætti að lögunum væri eðlilegt að leggja til að þessir fjórir ráðherrar yrðu dregnir til ábyrgðar, eftir mikla yfirlegu." Landsdómur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir eðilegt að lög um Landsdóm séu tekin til endurskoðunar og að ekki sé pólitísk andstaða innan flokksins við fyrirhugaðar breytingar. Bjarni Benediktsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ríkisstjórnin hygðist hefjast handa við að breyta lögum um Landsdóm í því skyni að leggja hann niður. Þetta sé meðal annars vegna nýútgefinnar ályktunar Evrópuráðsþingsins um að ekki skuli hátta málum með þeim hætti eins og gert var í landsdómsmáli Geirs. „Mér finnst eðlilegt að Alþingi taki þátt í því að endurskoða þessi lög og hef verið þeirrar skoðunar lengi. Þetta er gömul lagasetning og margir í minni hreyfingu hafa veirð þeirrar skoðunar og viðrað þær langt aftur í tímann að það bæri að endurskoða þessi lög. Ég á von á því að við munum taka þátt í því," segir Katrín um málið. Þá sendi Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði ályktunina stórsigur fyrir sig og að hún sýndi að málið hefði verið litað af pólitísku ofstæki.Málshöfðunin á hendur Geir ekki mistökAðspurð hvort hún telji málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde hafa verið mistök í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins segir Katrín: „Þarna var verið að fylgja lagabókstafnum að einhverju leyti eins og hann er," og bætir svo við: „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það hvernig við getum endurskoðað þetta lagaumhverfi." Hún segir þörf á umræðu um hvernig rétt sé að ráðherrar sæti pólitískri ábyrgð. „Það er alltaf spurning um það hvernig pólitísk ábyrgð er framkölluð. Það er eitt af því sem er til umfjöllunar í þessari ályktun Evrópuráðsþingsins, það er hvort pólitísk ábyrgð felist ekki bara fyrst og fremst í mati kjósenda á hverjum tíma. Síðan auðvitað getur verið grátt svæði þar á milli þegar kemur að vanrækslu og öðru slíku." Katrín bendir á að í Danmörku sé að finna sambærileg lög við íslensku landsdómslögin og að þar hafi ráðherrar verið látnir sæta refsiábyrgð. Katrín segir það hafa verið sína pólitísku sannfæringu að til að fara eftir lögum ætti að ákæra Geir, Björgvin G Sigursson, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Það var tillaga gerð um fjóra ráðherra á sínum tíma og alþingismenn greiddu á sínum tíma á mismunandi hátt. Tillaga þingmannanefdnarinnar var að fjórir ráðherrar yrðu látnir sæta ábyrgð og ég greiddi atkvæði með því enda taldi ég það samræmast lagabókstaðnum eins og hann er." Hún bætir svo við: „Mín pólitíska sannfæring er sú að það sé eðilegt að endurskoða þessi lög og þau eru í gildi. Tillaga nefndarinnar var sú að ef fara ætti að lögunum væri eðlilegt að leggja til að þessir fjórir ráðherrar yrðu dregnir til ábyrgðar, eftir mikla yfirlegu."
Landsdómur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira