Íslenski boltinn

Öruggur sigur Valskvenna | Selfoss og Stjarnan unnu

Valskonur voru á skotskónum þegar þær fögnuðu 6-1 sigri á Þrótti í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Hildur Antonsdóttir, Elín Metta Jensen og Dóra María Lárusdóttir skoruðu mörk Vals í fyrri hálfleik. Svava Rós Guðmundsdóttir bætti því fjórða við á 52. mínútu en Elín Metta og Dóra María áttu eftir að bæta við einu marki hvor.

Ásgerður Arna Pálsdóttir skoraði mark Þróttar sem er enn stigalaust á botni deildarinnar. Valur er í fjórða sæti með fjórtán stig.

Stjarnan styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með 5-1 sigri á Aftureldingu. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og Rúna Sif Stefánsdóttir og Írunn Þorbjörg Aradóttir eitt hvor. Aldís Mjöll Helgadóttir skoraði mark Aftureldingar.

Selfoss heldur áfram að gera það gott en liðið vann HK/Víking á útivelli, 2-1. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfyssinga, þar af sigurmarkið í uppbótartíma. Arna Ómarsdóttir skoraði mark heimamanna.

Myndasyrpu úr leiknum má sjá hér efst í fréttinni.

Selfoss er í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig en HK/Víkingur og Afturelding eru bæði með fjögur stig í 8. og 9. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×