Íslenski boltinn

Hjörtur Hjartarson rifbeinsbrotinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjörtur í leik með Víkingum
Hjörtur í leik með Víkingum Mynd / Daníel
Hjörtur Júlíus Hjartarson, leikmaður 1. deildarliðsins Víkings, verður frá vegna meiðsla næstu fjórar vikur en leikmaðurinn er rifbeinsbrotinn.

Hjörtur var fyrir því óláni að brotna í leik gegn Haukum um helgina en leikmaðurinn greinir frá þessu á twitter-síðu sinni í dag:



,Moment of impact. Rifbeinsbrotinn eftir viðskipti mín við köggulinn, Hafþór Þrastar. #4vikur #StökkBein #Mark," skrifaði Hjörtur á Twitter.

Hjörtur verður því ekki með Víkingum gegn Blikum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins en framherjinn hefur gert fjögur mörk fyrir liðið á tímabilinu.



Myndin sem Hjörtur Júlíus birti með Twitter-færslu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×